Greinar September 2015

Þessa viku sit ég þing Evrópuráðsins í Strasbourg ... Mál
málanna hefur verið flóttamannastraumurinn til Evrópu.
Thorbjörn Jagland, aðalritari Evrópuráðsins,
opnaði umræðuna ásamt Lauru Boldrini, forseta
fulltrúadeildar ítalska þingsins. Boldrini kallaði á
endurmat á öllu regluverki Evrópuríkja hvað varðar
flóttamenn og Jagland hvatti til samstöðu um lausn
vandans. Hann minnti á að árið 1956 hefðu á örskömmum
tíma 200 þúsund flóttamenn komið til Austurríkis frá
Ungverjalandi og á jafnskömmum tíma hefði verið hægt að greiða götu
þeirra til annarra ríkja þar sem ... Niðurstaðan var
sú að hvetja til skuldbindandi kvótaskiptingar og jafnframt að til
yrði ný skilgreining: "evrópskur flóttamaður", sem nyti
réttinda sem slíkur þótt hann flytti á milli landa
...
Lesa meira

Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís
Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa lagt fram þingmál sem
hefur það markmið að veikja réttarstöðu opinberra starfsmanna
þannig að auðveldara verði að ráða og reka. Segjast þau vilja
komast með opinbera vinnumarkaðinn nær því sem tíðkast hjá
einkafyrirtækjum. Til að gera málstað sinn trúverðugri hafa þau
sagt í fréttum að þau séu að svara ákalli Ríkisendurskoðnar ...
Lesa meira

Hin umdeilda ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að falla frá
fyrri samþykkt um sniðgöngu á vörum frá Ísrael var til umræðu í
þættinum Ísland í dag á Stöð tvö í gær en ég tók ég þátt í
þessum umæðrum.Í þættinum var rætt um áhrifamátt
viðskiptabanns sem baráttutækis og vorum við minnt á hliðstæður frá
fyrri tíð, og þá helst viðskiptabannið sem sett var á Suður-Afríku
á sínum tíma.
Umræðan er hér
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 22.09.15.
Þingmaðurinn sem vísað er til í fyrirsögninni er Frosti
Sigurjónsson. Og páfinn er Franciscus, sá sem nú situr í Róm.
Þannig að þetta greinarkorn fjallar um þá Frosta og
Franciscus. Nú veit ég ekki hve margt þessir tveir eiga
sameiginlegt. En vissulega þó eitt: Báðir hafa talað fyrir breyttu
banka- og peningakerfi ... Svo er Frosti sjálfur reynslumikill
bisnissmaður og fyrrum stjórnarmaður í Verslunarráðinu. Þar var
gullkálfurinn oftar en ekki í hávegum hafður. En þótt Frosti
Sigurjónsson kunni að vera málsvari frjálsrar samkeppni, þá hefur
hann ...
Lesa meira

... Ekki ætla ég að tíunda hér í þaula umræðuefni fundarins en
nefna umhugsunarvert atriði sem fram kom hjá umboðsmanni, nefnilega
að stjórnsýslan sé, að hans mati, verr í stakk búin en fyrr á tíð
að taka þátt í norrænu samstarfi; tengslin við hinn "norræna
menningarheim" væru að rofna með yngstu kynslóð starfsmanna
Stjórnarráðsins. Þetta væri bagalegt, sagði umboðsmaður, m.a. vegna
þess að ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.09.15.
Það er gott kaffið á Segafredo í Leifsstöð og starfsfólkið
hjálplegt og þægilegt. Svipað viðmót og á Kaffitári, fyrirtækinu
frá Reykjanesbæ, sem áður þjónustaði kaffiþyrsta í Leifsstöð. Það
var áður en þjónustustarfsemin var öll stokkuð upp, að sögn af
erlendu ráðgjafafyrirtæki, sem hafði fengið það verkefni að gera
Leifsstöð nútímalega íslenska flugstöð, með áherslu á íslenska.
Leifsstöð átti að verða íslenskari en nokkru sinni. Ef ég man rétt
þá voru þessi ...
Lesa meira

Tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur um að Reykjavíkurborg sniðgangi
vörur frá Ísrael " meðan hernám Ísraelsríkis á
landsvæði Palestínumanna varir" er mjög vel heppnuð
að öðru leyti en því að stjórnendur Reykjavíkurborgar virðast ekki
búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir.
Viðbrögðin í Ísrael og víða erlendis veru ágætur mælikvarði
á mikilvægi þessarar samþykktar. Fyrir Ísrael skiptir
sniðganga Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum engu máli ein og
sér. En samþykktin gæti orðið smitandi ... Borgarstjóri
segist vilja endurskpoða afstöðu sína og hverfa frá stuðningi við
tillögu Bjarkar. Ég skora á hann að endurkoða hug sinn
enn!
Lesa meira
Birtist í DV 19.09.15.
Langt er síðan annar eins hófsemdarmaður hefur komist í fremstu
víglínu breskra stjórnmála og nýkjörinn formaður
Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn. Hann hefur verið sjálfum sér
samkvæmur þótt flokkur hans hafi á síðasta hálfum öðrum áratug
hneigst til stefnu bæði í innanríkismálum og utanríkismálum
sem að mínu mati er mjög öfgafull ... Ég hef hlustað á menn sem
koma fram í nafni "stjórnmálafræðinnar" í fjölmiðlum og útmála
Corbyn sem öfgamann án þess að þurfa að færa rök fyrir því í hverju
meintar öfgar felist. Í þá veru talaði til dæmis einn slíkur
fræðingur, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í hádegisfréttum
Ríkisútvarpsins fyrir fáeinum dögum og bætti því við að í ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 17.09.15.
Margir fara mikinn í réttlætingu á refsiðagerðum gagnvart
Rússum. Sitthvað er tínt til. Talað er um
"grundvallarsiðgæði" sem aldrei skuli hvikað frá - og alls
ekki undir nokkrum kringumstæðum megi láta veraldlega hagsmuni
villa sér sýn, til dæmis þegar í húfi sé að koma afurðum á markað.
Gott og vel. Erum við tilbúin að gera það? ... Á
fjósbitanum fitna nú ýmsir. Harðlínuöfl styrkjast og
hergagnaiðnaðurinn fagnar hátíð í bæ. Allt þetta er í góðu samræmi
við áherslur ríkisstjórnar Íslands því í skýrslu
utanríkisráðherrans um utanríkismál sem rædd var á Alþingi í
mars sl., kemur fram ...
Lesa meira

... Ekki var ég sáttur við yfirlýsingar Bjarkar Vilhelmsdóttur,
fráfarandi borgarfulltrúa, um nauðsynlegt "spark í rassinn" á
mörgum þeim sem leita til félagsþjónustunnar. En þeim mun ánægðari
var ég með svohljóðandi tillögu hennar í borgarstjórn Reykjavíkur
um Palestínu: "Borgarstjórn samþykkir að fela
skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við Innkaupadeild
Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar
á ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði
Palestínumanna varir."Tillagan var samþykkt og er hún
...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum