Fara í efni

OPINBERAÐ Í PARÍS

Revelation 4
Revelation 4

Í vikunni sótti ég tvo fundi í París, annars vegar í Flóttamannanefnd Evrópuráðsins og hins vegar í Félagsmálanefnd ráðsins. Svo skemmtilega vildi til að á sama tíma voru opnaðar tvær listasýningar, annars vegar sýning á verkum Errós og hins vegar stór hönnunar- og handverkssýning undir heitinu, Révélations,Opinberanir og gafst tækifæri til að skoða báðar þessar sýningar.

Ekki þarf að fjölyrða um hve mikillar virðingar og vinsælda Erró nýtur og sýning á verkum hans því jafnan viðburður.
Révélations voru opinberanir að sönnu en sú sýning var  í Grand Palais, rúmlega aldargamalli sýningarhöll í miðborg Parísar, en sýningin sem er samstarfsverkni margra þjóða, vakti mikla og mjög verðskuldaða athygli.

Íslensku listamennirnir voru í sameiginlegum sýningarbás allra Norðurlandanna. Þar var margt frábærlega vel gert og gleðiefni að sjá hve góða listamenn við eigum á sviði hönnunar- og handverks. Að hluta til var norræna framlagið byggt á svokölluðum hvíslleik,"Magic language" en hann gekk út á að finna samfellu þannig að eitt listaverk var ispírasjón annars verks og þannig koll af kolli.

Alls tóku sjö íslenskir listamenn þátt í sýningunni. Hönnun og handverk hafði veg
og vanda að undirbúningi íslenska framlagsins og var sýningarstjóri Íslands Anna Leoniak.

Á myndinni erum við Vala kona mín í hópi hluta hópsins sem átti verk á sýningunni og stóð að skipulagningu hennar fyrir Íslands hönd auk sendiherra Íslands í París.

Hér má sjá frásögn af sýningunni á vef íslenska sendiráðsins í París: https://www.facebook.com/ambassadedislande/posts/953348788054830

Og hér er nánar um hvíslleikinn sem að framan segir frá: http://www.magiclanguage.no/
Revelation 2