Greinar Nóvember 2015

... Áhyggjuefni þykir mér vera framkoman gagnvart Landspítalnum
sem birtist í orðum formanns fjárlaganefndar. Ég þekki allvel til á
Landspítalanum og veit hversu ómakleg ummæli formannsins eru, svo
ekki sé dýpra í árinni tekið. Áhyggjuefni þykir mér líka vera
einkavæðingaráform Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra,
í heilbrigðiskerfinu, sem hann greinilega vill að fari fram í
kyrrþey. Kristján mætti í fréttir í gær til að játa því aðspurður
(að sjálfsögðu), að nú ætti að fara að bjóða út heilsugæslu.
Fréttakona spurði hvort slík áform þyrfti ekki að ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
28/29.11.15.
Í samfélaginu er nú að myndast stemning fyrir því að hægt sé
að útrýma flestum vandamálum með verkfræðilegum
lausnum. Svokallað höfrungaghlaup á vinnumarkaði
verði liðin tíð með nýrri tækni við kjarasamninga
þar sem allir fallast á það á þjóðarsáttarvísu að launahækkanir
verði aldrei meiri en útflutningsgreinar telja sér fært að greiða.
Hlegið er að okkur sem fannst höfrungahlaupið á liðnu ári hafi
verið til góðs, hrist upp í þjóðfélaginu og lækkað rostann í
atvinnurekendum sem aðeins kunna að hugsa stórt fyrir sjálfa sig.
Og nú eru það ríkisfjármálin. Frumvarp um Opinber fjármál
nýtur mikillar hylli á Alþingi. Það er klæðskerasaumað af
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og bindur í lög að ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 28.11.15.
... Þegar hins vegar allt þetta lagðist
saman - niðurskurður á niðurskurð ofan þá fór óneitanlega að syrta
í álinn. Í ofanálag bættist óánægja lögreglumanna með kjör sín og
síðast en ekki síst má ekki gleyma að verkefnin gerðust erfiðari og
jafnvel hættulegri. Við þessu þarf að bregðast. En ekki með því að
vopna lögregluna í ríkara mæli en þegar er orðið. Lögregla sem
sækir styrk í byssuna verður aldrei sterk lögregla. Hún kemur
hvorki til með að veita sjálfri sér né þegnum þessa lands það
öryggi sem við sækjumst eftir ...
Lesa meira

Séra Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum
og fyrrverandi alþingismaður, birtir í dag áhrifaríka grein um
hryðjuverk og viðbrögð við þeim. Greinin birtist í Fréttablaðinu og
heitir Hefndin. Ég leyfi mér að birta
greinina hér að neðan og hvetja til að hún sé lesin. Óskandi væri
að fleiri hugsuðu á þann veg sem séra Gunnlaugur gerir ...
Lesa meira

Í vikunni sótti ég tvo athyglisverða fundi í París á vegum
Evrópuráðsins. Annars vegar var mér boðið að sitja fund um
lyfjaglæpi - medicrime - og hins vegar sótti ég fund
félagsmálanefndar ráðsins ... Fyrri fundinn sat ég ásamt
Einari Magnússyni, sérfræðingi
heilbrigðisráðuneytisins í lyfjamálum, en hann gegnir mikilvægu
hlutverki sem formaður starfsnefndar Evrópuráðsins ... Á fundinum
...kom fjöldi sérfræðinga til að fjalla um glæpi sem eru í því
fólgnir að selja sjúklingum falslyf sem hafa engan lækningamátt en
geta þvert á móti valdið...alvarlegum skaða. Þess eru dæmi að seld
hafa verið sprautulyf sem ...
Lesa meira
Birtist í DV 20.11.15.
... Á þennan veg hafa rök Bjarna Benediktssonar,
fjármálaráðherra legið og þannig munu þau hljóða þegar grynnkar í
gjaldeyrisforðanum. Allt hefði farið vel ef almenningur, og þá
sérstaklega meintur óábyrgur hluti verkalýðshreyfingarinnar, hefði
ekki klúðrað málum. Minnumst þessara yfirlýsinga þegar höftin verða
framlengd, að gömmunum löngu flognum úr laupum sínum ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 19.11.15.
Fréttablaðið óskaði nýlega eftir að fá að vita um ferðir
alþingismanna til útlanda og greiðslur til þeirra sem fara í slíkar
ferðir og í kjölfarið fjallaði blaðið um efnið og kom ég þar á
meðal annarra við sögu. Ég er þeirrar skoðunar að útgjöld hins
opinbera eigi að vera nákvæmlega þetta: Opinber ...
Fréttablaðið er svolítið í spillingargírnum í nálgun sinni
varðandi ferðakostnað alþingismanna. Fréttamaður segir sínar farir
ekki sléttar í viðureign sinni við Alþingi ...
Lesa meira
Ég var gestur
í morgunútvarpsþætti Óðins Jónssonar á RÚV í morgun. Til
umræðu voru hryðjuverkin í París og viðbrögð við þeim
bæði erlendis og hér heima. Við enduðum samræðu okkar á því að
fjalla um óskir sem fram hefðu komið frá íslensku lögreglunni um að
fá stðuðning til að vígbúast langt umfram það sem nú er. Varaði ég
eindregið við því að verða við slíkum óskum. Yfirlit yfir
umræðurnar er að finna hér ...
Lesa meira

Augljós hrossakaup eiga sér nú stað á Alþingi. Utanríkisráðherra
keyrir fram af miklu kappi umdeilt frumvarp um
Þróunarsamvinnustofnun.
Sjálfstæðisflokkurinn er frumvarpinu andvígur og hefur hann sterk
rök fyrir andstöðu sinni, sem hann deilir með allri
stjórnarandstöðunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar
ákveðið að láta utanríkisráðherrann fá sínu framgengt í skiptum
fyrir stuðning við frumvarp sem Sjálfstæðisflokknum er hugleikið,
en það er frumvarp um Opinber fjármál.
Frumvarp um Opinber fjármál er upphaflega runnið undan rifjum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er ...
Lesa meira

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, talaði í dag
fyrir nýrri öryggisstefnu Íslands. þar er gert ráð fyrir því
að grundvöllur slíkrar stefnu verði áframhaldandi NATÓ aðild og
"varnarsamningurinn" við Bandaríkin.
Dapurlegt er til þess að hugsa að enn skuli horft til fortíðar til
að tryggja öryggishagsmuni Íslands; að við skulum enn vilja bindast
tryggðarböndum, á grundvelli hernaðarhagsmuna, ríkjum heims sem
reynst hafa drottnunargjörn á heimsvísu með afbrigðum og svo ásælin
í auðlindir annarra ríkja að ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum