Greinar 2015
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
28/29.11.15.
Í samfélaginu er nú að myndast stemning fyrir því að hægt sé
að útrýma flestum vandamálum með verkfræðilegum
lausnum. Svokallað höfrungaghlaup á vinnumarkaði
verði liðin tíð með nýrri tækni við kjarasamninga
þar sem allir fallast á það á þjóðarsáttarvísu að launahækkanir
verði aldrei meiri en útflutningsgreinar telja sér fært að greiða.
Hlegið er að okkur sem fannst höfrungahlaupið á liðnu ári hafi
verið til góðs, hrist upp í þjóðfélaginu og lækkað rostann í
atvinnurekendum sem aðeins kunna að hugsa stórt fyrir sjálfa sig.
Og nú eru það ríkisfjármálin. Frumvarp um Opinber fjármál
nýtur mikillar hylli á Alþingi. Það er klæðskerasaumað af
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og bindur í lög að ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 28.11.15.
... Þegar hins vegar allt þetta lagðist
saman - niðurskurður á niðurskurð ofan þá fór óneitanlega að syrta
í álinn. Í ofanálag bættist óánægja lögreglumanna með kjör sín og
síðast en ekki síst má ekki gleyma að verkefnin gerðust erfiðari og
jafnvel hættulegri. Við þessu þarf að bregðast. En ekki með því að
vopna lögregluna í ríkara mæli en þegar er orðið. Lögregla sem
sækir styrk í byssuna verður aldrei sterk lögregla. Hún kemur
hvorki til með að veita sjálfri sér né þegnum þessa lands það
öryggi sem við sækjumst eftir ...
Lesa meira

Séra Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum
og fyrrverandi alþingismaður, birtir í dag áhrifaríka grein um
hryðjuverk og viðbrögð við þeim. Greinin birtist í Fréttablaðinu og
heitir Hefndin. Ég leyfi mér að birta
greinina hér að neðan og hvetja til að hún sé lesin. Óskandi væri
að fleiri hugsuðu á þann veg sem séra Gunnlaugur gerir ...
Lesa meira

Í vikunni sótti ég tvo athyglisverða fundi í París á vegum
Evrópuráðsins. Annars vegar var mér boðið að sitja fund um
lyfjaglæpi - medicrime - og hins vegar sótti ég fund
félagsmálanefndar ráðsins ... Fyrri fundinn sat ég ásamt
Einari Magnússyni, sérfræðingi
heilbrigðisráðuneytisins í lyfjamálum, en hann gegnir mikilvægu
hlutverki sem formaður starfsnefndar Evrópuráðsins ... Á fundinum
...kom fjöldi sérfræðinga til að fjalla um glæpi sem eru í því
fólgnir að selja sjúklingum falslyf sem hafa engan lækningamátt en
geta þvert á móti valdið...alvarlegum skaða. Þess eru dæmi að seld
hafa verið sprautulyf sem ...
Lesa meira
Birtist í DV 20.11.15.
... Á þennan veg hafa rök Bjarna Benediktssonar,
fjármálaráðherra legið og þannig munu þau hljóða þegar grynnkar í
gjaldeyrisforðanum. Allt hefði farið vel ef almenningur, og þá
sérstaklega meintur óábyrgur hluti verkalýðshreyfingarinnar, hefði
ekki klúðrað málum. Minnumst þessara yfirlýsinga þegar höftin verða
framlengd, að gömmunum löngu flognum úr laupum sínum ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 19.11.15.
Fréttablaðið óskaði nýlega eftir að fá að vita um ferðir
alþingismanna til útlanda og greiðslur til þeirra sem fara í slíkar
ferðir og í kjölfarið fjallaði blaðið um efnið og kom ég þar á
meðal annarra við sögu. Ég er þeirrar skoðunar að útgjöld hins
opinbera eigi að vera nákvæmlega þetta: Opinber ...
Fréttablaðið er svolítið í spillingargírnum í nálgun sinni
varðandi ferðakostnað alþingismanna. Fréttamaður segir sínar farir
ekki sléttar í viðureign sinni við Alþingi ...
Lesa meira
Ég var gestur
í morgunútvarpsþætti Óðins Jónssonar á RÚV í morgun. Til
umræðu voru hryðjuverkin í París og viðbrögð við þeim
bæði erlendis og hér heima. Við enduðum samræðu okkar á því að
fjalla um óskir sem fram hefðu komið frá íslensku lögreglunni um að
fá stðuðning til að vígbúast langt umfram það sem nú er. Varaði ég
eindregið við því að verða við slíkum óskum. Yfirlit yfir
umræðurnar er að finna hér ...
Lesa meira

Augljós hrossakaup eiga sér nú stað á Alþingi. Utanríkisráðherra
keyrir fram af miklu kappi umdeilt frumvarp um
Þróunarsamvinnustofnun.
Sjálfstæðisflokkurinn er frumvarpinu andvígur og hefur hann sterk
rök fyrir andstöðu sinni, sem hann deilir með allri
stjórnarandstöðunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar
ákveðið að láta utanríkisráðherrann fá sínu framgengt í skiptum
fyrir stuðning við frumvarp sem Sjálfstæðisflokknum er hugleikið,
en það er frumvarp um Opinber fjármál.
Frumvarp um Opinber fjármál er upphaflega runnið undan rifjum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er ...
Lesa meira

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, talaði í dag
fyrir nýrri öryggisstefnu Íslands. þar er gert ráð fyrir því
að grundvöllur slíkrar stefnu verði áframhaldandi NATÓ aðild og
"varnarsamningurinn" við Bandaríkin.
Dapurlegt er til þess að hugsa að enn skuli horft til fortíðar til
að tryggja öryggishagsmuni Íslands; að við skulum enn vilja bindast
tryggðarböndum, á grundvelli hernaðarhagsmuna, ríkjum heims sem
reynst hafa drottnunargjörn á heimsvísu með afbrigðum og svo ásælin
í auðlindir annarra ríkja að ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
14./15.11.15.
... Ég hlustaði á ágætt viðtal við forstjóra
Landsvirkjunar í útvarpi í vikunni. Hann var upprifinn
yfir heimsókn Camerons, forsætisráðherra Breta,
sem hafði lýst áhuga á sæstreng til að flytja raforku frá Íslandi
til Bretlands. Aldrei hafði það gerst svo forstjórinn vissi, að
forsætisráðherra stórþjóðar hefði sýnt tiltekinni vöru svona mikinn
áhuga. "Varan" var rafmagnið en kennitalan óljós.
Við vitum nefnilega ekki hvaðan ætlunin er að sækja "vöruna".
Án efa í einhvern mjög grænan valkost. Ég hefði áhyggjur
héti ég Goðafoss ... Rammaáætlun ... gerði kleift að
taka ákvörðun um virkjanir á "faglegum" forsendum
... Guðfaðir rammaáætlunar, Hjörleifur Guttormsson,
náttúrufræðingur og fyrrverandi þingmaður , hefur bent á
takmörk þessa afkvæmis síns. Segir það til lítils
nýtt, láti menn undir höfuð leggjast að spyrja til hvers eigi
að virkja og hversu mikið ...
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum