Fara í efni

HEIÐURSMAÐUR VERÐUR HEIÐURSBORGARI

Sveinn Rúnar Hauksson 2016
Sveinn Rúnar Hauksson 2016

Sveinn Rúnar Hauksson
, læknir, formaður Félagsins Ísland-Palestína, hefur verið gerður að heiðursborgara í Palestínu.

Þetta þykja mér góðar fréttir og viðurkenningin afar verðskulduð. Sveinn Rúnar segir þetta vera viðurkenningu fyrir framlag Félagsins Ísland-Palestína og íslenska ríkisins til sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna.

Undir þetta tek ég og er ástæða til að þakka öllu því fólki sem hefur lagt ómælt starf af mörkum til baráttunnar fyrir mannréttindum í Palestínu.

En að öllum ólöstuðum stendur Sveinn Rúnar Haukssn þarna í fararbroddi. Oft hef ég dáðst að óeigingjarnri baráttu hans, ódrepandi áhuga og bjartsýni hvað sem á hefur dunið. Málstaðurinn hefur verið honum allt og honum hefur hann unnið þannig að eftir er tekið eins og þessi viðurkenning ber vott um.

Það var vel til fundið hjá Fréttablaðinu að skrifa leiðara af þessu tilefni og leyfi ég mér að gefa hér slóð á afar góðan leiðara Óla Kristjáns Ármannssonar:  http://www.visir.is/heidursborgari-/article/2016160109338