Greinar Mars 2016

Til eru þeir í heimi fjölmiðlunar sem reyna að skilja hvað liggi
að baki hryðjuverkunum í Evrópu að undanförnu. Dæmi um slíkt eru
nýlegar fréttir á RÚV annars vegar og umfjöllun
Styrmis Gunnarssonar, fyrrum ritstjóra
Morgunblaðsins í laugardagsútgáfu síns gamala blaðs hins vegar
... Því meira ofbeldi sem samfélag er beitt þeim mun meiri
hljómgrunn fá hinir hefnigjörnu ... Ég get vel ímyndað mér
að hefði ég verið teymdur nakinn á fjórum fótum um fangelsið í Abu
Graib af Vesturlanda-sadistum, hýddur og pyntaður, þá efast ég um
að sálarró mín væri sú sem hún þó er ....
Lesa meira
... Í Puerto Rico mun ég flytja erindi og taka
þátt í umræðu, m.a. um alþjóðaviðskiptasamninga, ágengni
vogunarsjóða gagnvart auðlindum og sókn þeirra í að eignast þá
samfélagsinnviði sem gefa eitthvað af sér. Puerto Rico minnir um
margt á Ísland í aðdraganda hrunsins. Meira um það síðar. Þessar
línur eru hins vegar fyrst og fremst skrifaðar til að þakka henni
Heiðu, Ragnheiði Eiríksdóttur, fyrir skemmtilegan þátt að kvöldi
skírdags. Í þættinum, Skírdagskvöld með
Heiðu lék hún lög sem hittu beint í hjartastað gamals
blús/beat aðdáanda sjöunda og áttunda áratugar aldarinnar sem leið
...
Lesa meira

Ég minnist þess þegar þeir komu hingað til leiðtogafundarins,
Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbachev, Sovétleiðtogi, haustið 1986.
Ég var fréttamaður Sjónvarps og sagði fréttir af fundinum.
Fylgdi þessum höfuðkempum hvert fótmál frá því þeir lentu á
Keflavíkurflugvelli. Það kom mér á óvart að sovésku
öryggisverðirnir voru slakari en bandarískir starfsbræður þeirra.
Þeir síðarnefndu voru á taugum eins og sagt er. Gekk á með stöðugri
leit, heilu húsin og bílar rifin í sundur ef þar skyldi vera að
finna árásarvopn. Allir grunaðir um græsku. Eftirfarandi tilgáta
var sett fram
Lesa meira
... Í baráttu gegn þessum ósvífnu lögbrotum hafa
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum staðið í fararbroddi. Þau
hafa gert það með kærum og ábendingum til ákæruvaldsins, til
lögreglu, til stjórnmálamanna; reynt hefur verið að höfða til
ábyrgðarkenndar ... Ekki reyndist vilji á Alþingi til að veita
málinu brautargengi en talsverður vilji hins vegar til að þvælast
fyrir ... En þrautseigja Árna Guðmundssonar, hins
gamalreynda félagsmálamanns úr æskulýðsstarfi og verkalýðsbaráttu,
og félaga hans í Foreldrasamtökunum gegn
áfengisauglýsingum lætur ekki að sér hæða.
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
19/20.03.16.
... Vel má vera að hjá einhverjum ráðist upphæðin af því hve
stimamjúkt þjónustufólkið er, hve mjög það krjúpi greiðanda sínum
en yfirleitt er þetta nú ekki rishærra en svo, að menn láta sig
hafa það að borga það gjald sem þeir telja að reiknað sé með.
Einhverjir sem hafa mikil efni kunna að vilja borga ríflega til að
fá enn meiri þjónustu og enn meira beygt og bukkað. Ekki mikil
reisn þar, hvað þá jafnræði með þeim sem þjónar og hinum sem þjónað
er ...
Lesa meira
Fyrir nokkru fengum við í þingflokki VG athyglisverða heimsókn
tveggja kvenna. Reyndar held ég að allir þingflokkar hafi fengið
þessar ágætu konur í heimsókn. Þær voru að kynna okkur félagið
HUGARFAR en það er félag fólks sem orðið hefur fyrir heilaskaða,
aðstandenda og áhugafólks um málefnið. Talskonur félagsins sögðu að
fólk sem yrði fyrir slíkum áföllum bæri skaðann ekki utan á sér og
önnur þeirra greindi okkur frá bílslysi sem hún varð fyrir með þeim
afleiðingum að hluti heilans varð óvirkur, sjónin hefði skerst,
lyktarskynið horfið, minnið ekki sem áður og stöðug og viðvarandi
þreyta ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðið 15.03.16.
...Vinstri hreyfingin á við erfiðleika að etja vegna þess að hún
trúir ekki á eigin lausnir. Þær lausnir eiga hins vegar við nú,
ekkert síður en á fyrri öld. Sumir ætla að akkilesarhæll síðustu
ríkisstjórnar hafi verið innbyrðis átök. Nokkuð margar greinar hafa
verið skrifaðar í þá veru. Þetta er alrangt að mínu mati. Vandræðin
á vinstri vængnum hafa verið, og eru enn, vantrú á eigin lausnir.
Þess vegna hafa þær ekki verið framkvæmdar þegar færi hefur
gefist.
Það þarf að skilja það að ...
Lesa meira
Birtist í DV 15.03.16.
... Útgöngubann er mjög harkaleg kúgunaraðgerð. Strangt
útgöngubann þýðir að fólki er með öllu bannað að fara út af heimili
sínu til að afla matar, lyfja og annarra nauðsynja. Slíkt
útgöngubann hefur til dæmis verið í höfuðstað Kúrdabyggðanna í
Tyrklandi, Diyarbakir, að meira eða minna leyti í þrjá mánuði.
Þessu hefur fylgt takmörkun á rafmagni og einnig vatni. Hvað gerir
fólk við slíkar aðstæður? Einhverjir reyna að sæta færis og fara á
milli húsa án þess að eftir verði tekið. Þá eiga þeir það hins
vegar á hættu að verða fyrir skothríð hersins. Frá því ofbeldið
gegn Kúrdum hófst nú í haust hafa tvö hundruð og níutíu
einstaklingar verið drepnir með þessum hætti- skotnir á færi! Ekki
nóg með það ...
Lesa meira

Unnendur klassískrar gítartónlistar eiga góða daga framundan því
í hönd fer Midnight Sun Guitar Festival, sem er
alþjóðleg gítarhátíð sem mun fara fram í fjórða sinn á Íslandi
vikuna 17 - 20 mars 2016.
Í fréttatilkynningu segir að listrænir stjórnendur hátíðarinnar
séu Ögmundur Þór
Jóhannesson og Svanur
Vilbergsson. Hátíðin samanstendur af tónleikum,
masterklössum og námskeiðum ...
Lesa meira

Rétt öld er nú liðin frá stofnun Alþýðusambands Íslands. Hinn
12. mars árið 1916 var sambandið stofnað samhliða Alþýðuiflokknum
en ASÍ og Alþýðuflokkurinn voru eitt fram til ársins 1940 þegar
klippt var á þetta samband.
Síðar um haustið á stofnári ASÍ, var Framsóknarflokkurinn stofnaður
en hann áti eftir að hafa náin tengsl við samvinnuhreyfinguna. Bæði
verkalýðshreyfingin og samvinnuhreyfingin voru í burðarleiðnum
undir og uppúr aldamótunum 1900. Þegar AlÞýðusambandið var stofnað
voru félagsmenn fimmtán hundruð talsins í allnokkrum félögum sem
þegar voru starfandi og samvinnuhreyfingin sem átti rætur norður í
Þingeyjarsýslu hafði þá einnig verið að þróast í allnokkur
ár. Jónas Jónsson frá Hriflu síðar ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum