ASÍ ÓSKAÐ TIL HAMINGJU MEÐ ALDAR AFMÆLIÐ

ASÍ 100 ára
Rétt öld er nú liðin frá stofnun Alþýðusambands Íslands. Hinn 12. mars árið 1916 var sambandið stofnað samhliða Alþýðuiflokknum en ASÍ og Alþýðuflokkurinn voru eitt fram til ársins 1940 þegar klippt var á þetta samband.
Síðar um haustið á stofnári ASÍ, var Framsóknarflokkurinn stofnaður en hann áti eftir að hafa náin tengsl við samvinnuhreyfinguna.

Bæði verkalýðshreyfingin og samvinnuhreyfingin voru í burðarleiðnum undir og uppúr aldamótunum 1900. Þegar AlÞýðusambandið var stofnað voru félagsmenn fimmtán hundruð talsins í allnokkrum félögum sem þegar voru starfandi og samvinnuhreyfingin sem átti rætur norður í Þingeyjarsýslu  hafði þá einnig verið að þróast í allnokkur ár.

Jónas Jónsson frá Hriflu síðar formaður Framsóknarflokksins er sagður hafa séð þetta fyrir sem æskilega þróun félagslegra hreyfinga í landinu, að samvinnuhreyfingin og Framsóknarflokkurinn mynduðu eins konar tvíeyki á landsbyggðinni og Alþýðusambandaið og Alþýðuflokkurinn á mölinni. Umhugsunarvert er að þessi verðandi formaður Framsóknarflokksins var kjörinn ritari ASÍ og þar með Alþýðuflokksins árið 1916 þegar ritari bráðabirgðarstjórnar, Jón Baldvinsson, hafði tekið við sem formaður ASÍ af Ottó N. Þorlákssyni, fyrsta forseta sambandsins.´

ASÍ óska ég til hamingju með stórafmælið og allra heilla í framtíðinni!

Fréttabréf