Greinar Apríl 2016

Í vikunni fór fram í Reykjavík ráðstefna sem Edda, Öndvegissetur
Háskóla Íslands, í samstarfi við Institute of Cultural Diplomacy,
ICD, stóðu fyrir undir heitinu Reykjavík Round Table on
Human Rights.
Grundvallarþema ráðstefnunnar var hvernig megi brúa hið
síbreikkandi bil á milli góðra áforma einsog þau birtust okkur í
margvíslegum alþjóðasáttmálum og skuldbindingum annars vegar og
veruleikans á taflborði valdastjórnmálanna hins vegar. Að þessari
umræðu komu ...
Lesa meira
Guðmundur Guðjónsson, söngvari var borinn til grafar
miðvikudaginn 20. apríl. Vegna veru minnar á þingi Evrópuráðsins
gat ég ekki fylgt Guðmundi til grafar og þótti mér það mjög miður.
Guðmundi kynntist ég á árunum sem ég starfaði í Sjónvarpinu. Hann
var þar sviðsstjóri, skipulagði alla umgjörð í sjónvarpssal og sá
til þess að öllum innan hennar liði vel. Það leit hann á sem sitt
hlutverk, sem lá náttúrlega ekkert í augum uppi. En hvílíkur
meistari! Þessi glæsilegi og fágaði maður kom ...
Lesa meira

... Ekki var síst rætt um nýlegan samning Evrópusambandsins við
Tyrkland sem mörgum þykir mjög ámælisverður. Í honum er skilgreint
að Tyrkland sé "öruggt ríki". Allir sem vilja vita, hljóta að
viðurekkna að svo er ekki. Þeim fer fjölgandi sem dregnir eru fyrri
dóm vegna skoðana sinna og þykir þá saknæmt að móðga forsetann. Í
Evrópu er fjöldi kúrdískra flóttamanna. Ég þekki marga þeirra
persónulega, þar á meðal menn sem setið hafa í fangelsi fyrir að
vilja tala móðurmál sitt. Þetta fólk er nú hægt að senda til
Tyrklands í öruggan faðm Erdogans forseta! Á þinginu hlýddum við á
...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 20.04.16.
Í lok ágúst 2012 birtist í fjölmiðlum áskorun
til Alþingis og ríkisstjórnar undir yfirskriftinni Grímsstaðir
á Fjöllum verði þjóðareign. Skorað var á stjórnvöld að koma í
kring kaupum ríkisins á jörðinni og gera hana að almannaeign ...
Undir fyrrnefnda áskorun skrifuðu um 150 einstaklingar nöfn sín og
vekur athygli hve víða að úr þjóðfélaginu þeir eru og úr öllu
litrófi stjórnmálanna.
Og þetta var fólkið:
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.04.16.
Ásmundur Einar Daðason
, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, minnti okkur á það í
vikunni að fyrirhuguð sala á Jökulsárlóni verðskuldaði
þjóðarathygli. Jökulsárlón ætti að vera í þjóðareigu ...
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona VG, hefur
einnig brugðist við og lagt fram fyrirspurn á þingi um framhald
þessa máls. Og viti menn Sigrún Magnúsdóttir,
umhverfisráðherra ... En skiptir máli hvort
eignarhaldið er útlent eða innlent? Flokkast slíkar vangaveltur ef
til vill undir illa þjóðrembu? ...
Lesa meira
Birtist í DV
12.04.16.
...
Annars er mikilvægt að ríkisstjórnin byrji að reyna að skilja
hverju fólk er að mótmæla. Það er verið að mótmæla skattaskjólum og
þeim sem þangað hafa leitað, það er verið að mótmæla
Borgunarhneykslinu, það er verið að mótmæla arðtökunni úr
tryggingafyrirtækjunum, það er verið að mótmæla fyrirhugarðri sölu
bankanna og minn skilningur er sá að það sé líka verið að
mótmæla markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Allt eru
þetta mál sem ögra fólki. Auðvitað á fólk að tala yfirvegað og af
sanngirni. Það á líka við um Austurvöll. En förum varlega í að tala
niður réttmæta gagnrýni í þjóðfélaginu gegn yfirgangi peningavalds
og markaðshyggju. ...
Lesa meira

Mín tilfinning er sú að mótmælin undanfarna daga eigi sér dýpri
rætur en svo að þau verði einungis rakin til Tortóla peninga.
Fráfarandi forsætisráðherra sagði í umræðu um vantraust á
ríkisstjórnina á Alþingi síðastliðinn föstudag að varla væru
mótmælin vegna verka ríkisstjórnar Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks, slík væri afrekaskráin! Ég held að mótmælin séu
einmitt vegna ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 07.04.16.
Ánægjulegt hefur mér þótt hve góð viðbrögðin
hafa verið við tveimur greinum sem ég hef nýlega fengið birtar í
Fréttablaðinu með því inntaki að mikilvægt sé að vinstri stefna
gangi í endurnýjun lífdaganna. Í þessum skrifum benti ég á að
samhliða vaxandi gengi nýfrjálshyggjunnar undir aldarlok og í
byrjun nýrrar aldar, hafi hinn pólitíski pendúll færst til hægri
... ég að hvetja til þess að við reynum öll, hvar á
báti sem við erum ... að endurmeta viðhorf okkar og leiðir sem við
veljum til að ná settu marki. Þannig hef ég fagnað
útlistunum þeirra Frans páfa og Frosta framsóknarmanns á
samfélagsbankahugmyndinni ...
Lesa meira

Frægt varð þegar Geir H. Haarde bað almættið að blessa Ísland í
þann veginn sem Hrunið var að bresta á. Margt fór vissulega á betri
veg en á horfðist þessa haustdaga árið 2008. Íslendingar lögðust á
árarnar og saman komumst við á lygnari sjó. Eða það héldum
við, ekki vitandi að forsætisráðherrann þáverandi var ekki
bænheyrður - alla vega ekki til langs tíma. Eftir allar
rannsóknar skýrslurnar og allar heitstrengingarnar kemur nú í ljós
að 800 aflandsfélög tengjast Íslendingum sem fyrir bragðið verða að
viðundri á heimsvísu ... Nú þarf tvennt að gerast
...
Lesa meira

Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag sat ég málþing á vegum
Public Services International, Alþjóðasamtaka starfsfólks í
almannaþjónustu, um skuldsetningu ríkja. Á ráðstefnunni voru tekin
dæmi af efnahagsþrengingum af völdum skuldsetningar ... Sjónir
fundarfólks beindust þó fyrst og fremst að Púertó Ríkó en
ráðstefnan fór fram í höfuðstað eyjarinnar, San Juan
...Borgarstjórinn í San Juan, Carmen Yulin Cruz, flutti
eftirminnilegt ávarp í tengslum við ráðstefnuna og sagði hún meðal
annars að framvindan væri vægast sagt ískyggileg fyrir Púertó Ríkó.
Dagurinn í dag væri verri en gærdagurinn ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum