SPILAVANDINN: HORFT FRAM OG TIL BAKA
29.10.2025
Birtist í Morgunblaðinu 29.10.25.
Byrjum á því að horfa til baka. Við erum stödd á árinu 2013. Mikil umræða hefur farið fram um leiðir til að setja fjárhættuspilum skorður í ljósi þess að sífellt er að koma betur í ljós hvílíkum skaða þau valda einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu í heild sinni.
Það er ekki aðeins sá sem stendur löngum stundum fyrir framan spilakassann eða þrásitur við tölvuskjá sem haldinn er spilafíkn. Segja má að sama gildi um þá sem ...