MÓTMÆLIN STÆRRI EN EINN MAÐUR

Þingrof -ÖJ

Mín tilfinning er sú að mótmælin undanfarna daga eigi sér dýpri rætur en svo að þau verði einungis rakin til Tortóla peninga. Fráfarandi forsætisráðherra sagði í umræðu um vantraust á ríkisstjórnina á Alþingi síðastliðinn föstudag að varla væru mótmælin vegna verka ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, slík væri afrekaskráin!
Ég held að mótmælin séu einmitt vegna þessara verka allar götur frá því ríkisstjórn þessara flokka var sett á laggirnar vorið 2013 í því augnamiði að slá skjaldborg um stóreignafólk í landinu. Fyrir hönd þess fólks mætti vissulega tala um árangur:   http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20160408T164356  

Fréttabréf