Fara í efni

MÁL TIL KOMIÐ AÐ KVEÐJA ALÞINGI

Ögmundur kveður Alþ
Ögmundur kveður Alþ

Ég hef ákveðið að bjóða mig ekki fram í næstu þingkosningum. Komið er að því að breyta um umhverfi.

Uppáhaldsdagurinn minn, 1. maí, baráttudagur verkalýðsins, þykir mér góður fyrir þessa ákvörðun. Á þessum degi líta menn yfir farinn veg en fyrst og fremst er horft fram á veginn. Það geri ég fullur tilhlökkunar um leið og ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig til verka á þingferli mínum.

Annars er ég ekki alveg hættur á þingi. Ég stend að sjálfsögðu mína vakt til loka kjörtímabilsins, hvenær sem nú ákveðið verður að láta því ljúka.  

Þá taka við ný verkefni.

Ég ráðgeri ekki að hætta að lifa lífinu þótt ég hætti á Alþingi. En öðruvísi líf verður það og önnur verkefni, vonandi ekki síður gefandi.