Fara í efni

TÖFFARINN Í RÓM

Frans páfi 2
Frans páfi 2

Frans páfi lætur ekki að sér hæða.

Hann segir að kaþólska kirkjan eigi að biðja samkynhneigða fyrirgefnigar á framkomu í þeirra garð. Líka marga aðra, konur í nauðum og börn í þrælkun. Einnig á hún að iðrast fyrir að blessa vopnin.

Fréttaskýrendur telja að skírskotun til vopna hafi verið til fylgispektar ýmissa kirkjunnar manna við stríðsrekstur almennt. Ég held ekki. Prestar í Bandaríkjunum (sumir hverjir, ekki allir!)  blessuðu sprengjuflugskeyti á níunda áratugnum, með upplyftum örmum í átt til himins og báðu fyrir því að skeytin mættu ná markmiðum hönnuða sinna! Í alvöru, þá var þetta svona. Ég man þetta vel frá fréttamannsferli mínum og notaði ég þetta í sjónvarpsþætti sem löngu er útmáður og gleymdur. En Frans páfi er ekki búinn að gleyma.

Þess vegna kalla ég hann töffarann í Róm.

Nánar á ensku: http://readersupportednews.org/news-section2/318-66/37687-pope-says-church-should-ask-forgiveness-from-gays-for-past-treatment