Greinar Júlí 2016
... Það er mikil eftirsjá að Kristínu Halldórsdóttur, fyrrum
alþingiskonu. Það er vandséð hvernig á að titla Kristínu því hún
lét víða að sér kveða, í réttindabaráttu kvenna, í umhverfis- og
náttúruverndarmálum og í stjórnmálum almennt. Hún sat á Alþingi um
árabil og áttum við þar samleið um nokkurra ára skeið. Hún var í
hópi þeirra sem stóðu að því að gera Vinstrihreyfinguna grænt
framboð að pólitísku afli, í upphafi innan þingsalarins, reyndar
áður en flokkurinn var formlega stofnaður og síðar sem ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 25.07.16.
Tillaga: Samið verði um vísitölubundið launabil. Fjármálaráðuneytið
eða stofnanir sem undir það heyra semji á þann veg í kjarasamningum
að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af
hæstu föstu launagreiðslum
... Þá má ætla að samningamenn reyndu að koma ákvæðum um
varnarvísitölu lágtekjufólks inn í kjarasamninga á almenna
markaðnum. Viðmiðið gæti verið meðaltalslaun stjórnar Samtaka
atvinnulífsins. Án öryggistappa af þessu tagi yrði víðtækt
handjárnað samflot á launamarkaði alltaf á forsendum
hátekjufólksins. Enda mikill ákafi þar á bæ að koma slíku
fyrirkomulagi á ...
Lesa meira

Mikil og að mestu leyti jákvæð viðbrögð hafa orðið við grein sem
ég skrifaði síðastliðinn miðvikudag í Fréttablaðið um einelti
Samkeppniseftirlitsins á hendur Mjólkursamsölunni, en sem kunnugt
er vill Samkeppniseftirlitið sekta MS um nær hálfan milljarð fyrir
- að því er ég fæ best séð - að fara að þeim lögum sem Alþingi
hefur sett mjólkuriðnaðinum! Engin niðurstaða er fengin í þetta
makalausa kærumál ... Arnar Sigurðsson skrifar stundum pistla á
Eyjuna. Sjaldnast erum við sammála ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
23/24.07.16.
Tuttugasta öldin var mesta framfaraskeið mannkynssögunnar.
Framfarirnar náðu vissulega ekki til allra jarðarbúa, fjarri því.
Og hvergi var öldin gallalaus. Þetta var öld styrjalda,
alræðiskerfa, yfirgangs fjármagns og ofbeldis í margvíslegri mynd.
En aðgangur að síbatnandi heilbrigðisþjónustu, menntun, húsnæði,
vatni og rafmagni, sem og framfarir í samgöngum tryggðu almenningi
stórbætt lífskjör. Sama gildir um framfarir í framleiðslutækni sem
gerði erfiðsvinnu auðveldari. Tilfinningin var sú að ...
Lesa meira

... Þegar ég heimsótti skátamótið á Úlfljótsvatni í gær ásamt
fjölskyldu, varð einhverjum á orði hve merkilegt væri að
verða vitni að öflugu æskulýðsstarfi skátanna þar sem nánast allt
væri unnið í sjálfboðavinnu og af einskærum áhuga. Slíkt væri á
hverfanda hveli í heimi sem rukkaði fyrir allt stórt og smátt. En
þarna eru allir veitendur og gefendur. Skátarnir og starfsemi þeim
tengd er af þeim toga. Til skátanna nær að sjálfsögðu
naflastrengurinn til Landsbjargar og hjálparsveitanna sem eiga sér
langa hefð og sögu í skátahreyfingunni. Undanfarna daga hafa á
þriðja þúsund manns dvalið á Úlfljótsvatni ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 20.07.16.
Samkeppniseftirlitið hefur frá því sú stofnun varð til, haft hin
meira en lítið vafasömu Bændasamtök í sigti. Frægt varð þegar
samtökin voru sektuð fyrir að leyfa umræðu um afkomu bænda og
verðlagsmál á þingi sínu. Slíkt flokkaðist að mati eftirlitsins
undir verðsamráð sem á að vera alveg bannað þegar bændur eiga í
hlut. Við hljótum að bíða þess að verkalýðssamtökunum, sem Margaret
Thatcher, járnfrúin breska, kallaði verstu einokunarfyrirbæri
samfélagsins, verði sektuð fyrir að efna til funda um hvernig megi
samræma kröfur um verð fyrir launavinnu. Minna hefur farið fyrir
gagnrýni Samkeppnisstofnunar á þann hluta ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 14.07.16.
Nýlega var því slegið upp í fréttatíma Ríkisútvarpsins að fulltrúi
No Borders samtakanna vildi að við segðum okkur frá
Dyflinnarsamkomulaginu og hættum að senda umsækjendur um alþjóðlega
vernd (hælisleitendur) úr landi. Mátti skilja að stjórnvöld skýldu
sér á bak við samkomulagið til að geta vísað sem flestum
hælisleitendum úr landi. Með öðrum orðum, skákað væri í skjóli
Dyflinnarsamkomulagsins til að losna við þá af höndum okkar, og að
það væri gert að óathuguðu máli. Nú kann vel að vera að einhverjir
hugsi á þennan veg en varasamt er að ...
Lesa meira

Það er ekki seinna vænna að nútímavæðast. Í morgun bauðst mér að
sitja fyrir á sjálftökumynd - hinni margrómuðu SELFIE - og er það í
fyrsta skipti sem ég er myndatökumaður á slíkri mynd! Þetta var að
loknu útvarpsspjalli í Bítinu á Bylgjunni með þeim Þorbirni
Þórðarson og Hugrúnu Halldórsdóttur þar sem umræðuefnið var
markaðsvæðing innan heilbrigðisþjónustunnar með sérstakri tilvísan
til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eins og sjá má eru þau
Þorbjörn og Hugrún fullkomlega ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 13.07.09.
Fréttablaðið valdi réttilega forsíðu sína til að segja okkur að
fyrir hönd okkar skattgreiðenda hefði Sjálfstæðisflokkurinn nú
ákveðið að ganga til viðræðna við einkaaðila um rekstur tveggja
heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Fréttin var ekki orðuð með
þetta beinum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki nefndur á nafn
og þaðan af síður skattgreiðendur en öll vitum við að ríkisstjórnin
er að reyna ná langþráðu takmarki peningafrjálshyggjunnar um að
koma á heilbrigðismarkaði. Einnig vitum við að allt er þetta hugsað
í boði ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
9/10.07.16.
Í æsku spilaði ég fótbolta á túninu við Neskirkju í Reykjavík.
Sigtryggur glímukóngur - "Sigtryggur vann" - var foringinn. Maður
með gullhjarta en ekkert sérstaklega góður í fótbolta, en það var
ég ekki heldur. Samt skemmtum við okkur vel. Allir sveittir og
rjóðir og svo fékk maður sér mjólkurhristing á Hjarðarhaganum. Á
Melavöllinn fór ég til að styðja Þrótt, sem upphaflega var á
Grímsstaðaholtinu og frændur mínir höfðu átt þátt í að stofna ásamt
Eyjólfi sundkappa og Dóra fisksala, sem frægt varð í Djöflaeyjunni,
en á endanum ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum