BURT MEÐ ÁFENGISAUGLÝSINGAR

Gott var það hjá Sjónvarpinu í sunnudagsfréttatímanum að taka fyrir áfengisauglýsingar í Leifsstöð.
ÁTVR á að sjá sóma sinn í því að taka þær allar niður þegar í
stað!
Og Sjónvarpið mætti að sama skapi sjá sóma sinn í því að taka fyrir
áfengisauglýsingar í auglýsingatímum Sjónvarpsins.
Burt með tvískinnunginn í ÁTVR og í RÚV.
Dapurlegt hefur verið að fylgjast með fjölmiðlum leyfa óprúttnum
framleiðendum áfengis að fylla blöð sín og sjónvarpsskjái
auglýsingum um áfengi sem lögum samkvæmt eru ekki leyfilegar.
Komist er framhjá banninu með smáaleturfiffi - en fiff er það eins
og allir vita.
Eftir stendur brot á lögum.