Greinar Desember 2016

... Ég sagði í ávarpi mínu að ég minntist umræðunnar á síðasta
aðalafundi Dómarafélagsins. Þar hefði verið varað við sviptivindum
í samtímanum þegar réttarkerfið væri annars vegar; að dómstólar
mættu ekki láta almenningsálitið ná inn í réttarsalinn. Nú,
á nýjan leik færi fram á síðum dagblaða umræða um hina "illu"
dómara, stjórnmálamenn og jafnvel embættismenn sem létu stjórnast
af illviljuðu almenningsáliti. Mig langaði hins vegar nú að taka
upp hanskann fyrir "almenningsálitið" eða "tíðarandann",
og spyrja hvering við fórum við að því að komast frá Drekkingarhyl
og inn í mannréttindaákvæði stjórnarskrár og laga sem kveða á um
frelsi einstaklingsins til orða og athafna? Ætli það sé ekki
...
Lesa meira

... Þar staldra ég að sjálfsögðu við
einstaklingana tvo, sem fengu eins konar allsherjar viðurkenningu
fyrir framlag sitt til íþrótta á löngum og farsælum ferli sínum.
Það voru sundkappinn Guðmundur Gíslason og
handboltamaðurinn Geir Hallsteinsson, nöfn sem
stöðugt voru í fréttum áratugum saman ... Það var dæmigert fyrir
báða þessa menn af hve mikilli hófsemd og lítillæti þeir höfðu orð
á eigin framlagi við athöfnina í gær enda minnist ég þeirra beggja
einmitt alveg sérstaklega fyrir slíka framkomu, jafnvel þegar þeir
höfðu unnið sín mestu afrek ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu
28.12.16.
Ef einhver skyldi halda að lægst launuðu stéttirnar séu
óhamingjusamastar yfir launakjörum sínum og kvarti sárast þá er það
mikill misskilningur. Sennilega eru vansælastir forstjórarnir og
forstöðumennirnir sem síðustu árin hafa heyrt undir Kjararáð. Hvers
vegna skyldu þeir hafa verið vistaðir þar? Það var til þess að
tryggja að naflastrengur væri á milli þeirra og annars launafólks
sem starfaði á vegum hins opinbera. Reynslan kenndi að nauðsynlegt
væri að hafa hemil á þeim. Ég fullyrði að ein meginástæða þess að
þessir aðilar voru margir hverjir á sínum tíma þess mjög fýsandi að
stofnanir þeirra yrðu gerðar að hlutafélögum, hafi verið sú að
...
Lesa meira

...Nú vill annar auðkýfingur, að þessu sinni Indverji, eignast
vatnslindir í Borgarfirði eystra ... eignarlandi fylgja
auðlindir í jörðu þar með talið vatnið sem við hefðum að
sjálfsögðu átt að vera búin að þjóðnýta, hvern einasta dropa í
samræmi við anda íslenskrar hefðar frá örófi alda. Það er
ekki fyrr en líður á 20. öldina að einkaeignarrétturinn fer að færa
sig upp á skaftið. En nóg um það að sinni og spyrjum
hvað beri nú að gera og það þegar í stað! ... Nú vill
annar auðkýfingur, að þessu sinni Indverji, eignast vatnslindir í
Borgarfirði eystra ...
Lesa meira
Um
miðjan desember sótti ég ráðstefnu á vegum Institute for Cultural
Diplomcy, ICD, í Berlín ... Ég flutti erindi á ráðstefnunni
..., Democracy in an Age of Uncertainty,
Lýðræði á Öld Óvissunnar ... Þar kom Bogesen við sögu...
The Icelandic Nobel Prize winner in literature, Halldór
Laxnes in his books dealt with the realities of life. One such book
is called Salka Valka and tells the story of a poor working class
girl and her relationship with the big wealthy merchant, Mr.
Bogesen who ... had the life of the entire community in his hands.
But he was there and he was visible. And the fate of the
people was visible to him. Not any more
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
24/25.12.16.
...
Sú gleði varð mér nefnilega umhugsunarefni, svo áleitin varð
hún á aðventunni. Hámarki náði Þórðargleðin þegar brúneggjamálið
svonefnda gaus upp. Eðlilega urðu þeir neytendur foxillir, sem
keypt höfðu hin brúnu egg með auka álagi á verðlagið, í þeirri trú
að framleiðslan væri vistvænni en almennt gerðist og umhyggjan
fyrir dýrunum sér á parti; hæna og maður væru undursamlega
hamingjusöm í brúneggjaframleiðslunni, færandi okkur í
búðarhillurnar vistvæna afurðina, sérmerkta sem slíka. Að því marki
sem þetta var gabb, þá var reiðin réttmæt. Á hinum endanum var svo
Þórðargleðin. Hún veitti mörgum mikla fró þessa dimmu
skammdegisdaga. Auk þess að geta glaðst yfir ...
Lesa meira

... Veruleikinn er sá að nú hefur sá draumur ræst að færa
lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna niður samkvæmt gammalli
kröfu Samtaka atvinnurekenda og því miður Alþýðusambands Íslands -
það er hin napra staðreynd eins ömurlegt og það er að þurfa að
segja það. Alþingi rekur nú smiðshöggið á verkið með því að
styðja á atkvæðistakkann. Það er afreksverkið sem þingmenn gumuðu
af í umræðu um málið. Alingi hefði getað
stöðvað þetta ólukkans mál - það hefði ekki þurft fjölmenna sveit
til þess. En til þess hefði þurft vilja, öflugri en þann sem gengur
út á það fyrst og síðast að ...
Lesa meira

Einstaklingur hlýtur dóm fyrir áreiti. Hann er sagður hafa tekið
í buxnastreng drengs í heitum potti sundlaugar og haft við hann
óviðurkvæmileg ummæli. Þau ummæli hafa nú verið rækilega tíunduð í
fjölmiðlum - alls ekki öllum þó - undir myndbirtingu af viðkomandi
einstaklingi. Svívirðilegt ofbeldi viðgengst. Stundum er dæmt
og stundum sýknað. Umrætt brot fellur tæpast undir alvarlega
ofbeldisglæpi. Fjarri því. Samt refsar dómstóll með tveggja mánaða
fangelsi skilorðsbundnu og milljón í miskabætur! Síðan kemur
fjölmiðill með sína refsingu, myndbirtingu af hinum dæmda manni.
Hvaða viðmið skyldi viðkomandi fjölmiðill setja sér hvað varðar
...
Lesa meira

... Ég var enn á þingi þegar samkomulagið var kynnt í október
sl.. Þau sem að kynningunni stóðu áttu eitt sameiginlegt,
nefnilega að ekki yrði skert hár á höfði þeirra! Bara þeirra sem á
eftir koma!! ... En hvað skyldi Alþingi gera? Ég
neita því ekki að um mig fer svolítill hrollur þegar ég hugsa til
umræðunnar sem fram fór á milli þingmanna við kynningu
frumvarpsins. Hún var ekki traustvekjandi og yrði seint talin hafa
verið vel upplýst. Vonandi hefur þetta nú færst til betri vegar. Um
það verða fjölmiðlar að fræða okkur. Ég tel tvímælalaust að
stöðva beri málið í þinginu. Margt er þar óljóst en það
hins vegar eitt ljóst að um stórfellda kjaraskerðingu yrði að ræða
nái þetta frumvarp fram að ganga.
Lesa meira

... Þetta mál er stærra en virðist við fyrstu sýn. Annars vegar tel
ég það vera grundvallaratriði að halda eignarhaldi á landi innan
landsteinanna, að það verði í eigu aðilja sem búa á Íslandi.
Tilteknir eigendur kunna að vera í góðu lagi eins og sagt er. En
þeir eru dauðlegir sem kunnugt er og að þeim gengnum tekur
markaðurinn við eignum þeirra. Í annan stað þarf að koma í veg
fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. Í þriðja
lagi þarf að tryggja eignarhald á náttúrudjásnum Íslands hjá
þjóðinni. Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til
marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt
það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra
viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum