Greinar Febrúar 2017
... Allt þetta er SMÁMÁL að leysa miðað við hagnaðinn sem við
höfum af ferðmennskunni. Og gráturinn og kveinstafirnir sem við
verðum vitni að í sambandi við þann vanda sem okkur er sagt að
stafi af ferðamönnum, vekur furðu þeirra sem þekkja til, hafa
gengið niður fallegan stíginn að Gullfossi og orðið vitni að áþekku
starfi annars staðar. Það þarf að gera meira, talsvert meira, en
ekki svo að við eyðileggjum það sem fegurst er við Ísland,
víðáttuna og tilfinninguna fyrir frelsinu. Látum ekki ýkjufulla
bisnissmenn villa okkur sýn ... Nú hafa þessir aðilar fengið
ríkisstjórn sem er reiðubúin að ganga erinda þeirra og rukka okkur.
Og er ráðherra samgöngumála, Jón Gunnarsson, ákafastur allra
...
Lesa meira
Birtist í DV 10.02.17.
... Þessu fæ ég að einhverju leyti að kynnast í næstu viku,
gangi öll áform eftir um að ég heimsæki helstu byggðir Kúrda
í Tyrklandi. Þar verð ég í tólf manna sendinefnd sem formlega
fer þess á leit við tyrknesk yfirvöld að ná tali af Öcalan,
leiðtoga Kúrda, sem haldið hefur verið í fangelsi síðan 1999,
lengstum í einangrun, á eynni Imrali í Marmarahafinu ... Þetta er
ekki í síðasta skipti sem ég skrifa um Ferhat Encü. Ég er
staðráðinn í því að fylgjast með framvindu hans mála og ber ég þá
von í brjósti að síðar eigi ég eftir að færa af honum góðar
fréttir. Það mun þó ekki gerast nema valdhafar í Tyrklandi finni að
fylgst er með þeim og að samstöðu við frelsisbaráttu Kúrda sé að
finna víða um heim, þar á meðal á Íslandi ...
Lesa meira
Það kemur fyrir að ég lesi fyrir barnabörnin mín. Fyrir nokkrum
kvöldum las ég fyrir dótturson minn ungan, ævintýri sem gerðist
fyrir löngu síðan "lengst inni í Rússlandi" og fjallaði
um malara og syni hans, töfrahestinn Glófaxa og ævintýri í
konungshöllinni. Nóg um það að sinni. Það má ekki segja allt. Við
langfeðgarnir vorum báðir syfjaðir en athygli okkar þó vel vakandi
og því meir sem leið á söguna. Hún var ekki í löngu máli en
ágætlega myndskreytt, sem eflaust átti sinn þátt í að halda athygli
okkar, svo og náttúrlega söguþráðurinn. En fyrst og fremst var það
þó ...
Lesa meira
Birtist á vefsíðu Stundarinnar 06.02.17.
Það hefur heldur betur lifnað yfir Alþingi síðustu daga. Margir
voru farnir að hafa af því áhyggjur að þetta yrði heldur dauflegt
þing. En það er ekki að sökum að spyrja að þegar hugsjónirnar kalla
vakna menn til lífsins. Og nú loga hugsjónaeldar við Austurvöll.
Tekið skal fram til að fyrirbyggja óraunhæfar væntingar að seint
verður sagt að þessir eldar brenni fyrir háleitar
hugsjónir. Það eru ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
04/05.02.15.
... Sjálfur hef ég vikið að stærð smæðarinnar hér á þessum stað,
í helgarblaði Morgunblaðsins, og þá jafnframt hve gagnlegt það
getur verið að þurfa að hafa ögn fyrir hlutunum. Það ættu allir að
geta skilið sem borga stórfé fyrir að fá að hlaupa á bretti án þess
þó að færast úr stað. Áreynsla til hugar og handar færir okkur
nefnilega úr stað þegar allt kemur til alls: "Sagt hefur verið að
hugsunin tengist tungumálinu, blæbrigðamunur tungumála feli í sér
...
Lesa meira

Ég var viðstaddur janúarþing Evrópuráðsins en ég lét þarmeð
formlega af þingmennsku þar. Hlotnaðist mér sá heiður að vera
gerður að heiðursfélaga þingsins, Honorary associate of the
Parliamentary Assembly of the Council of Europe, fyrir framlag til
starfa Evrópuráðsins á undanförnum rúmum þremur árum og tók ég við
þeirri viðurkenningu úr hendi Pedro Agramunt, sem nú gegnir stöðu
forseta þingsins. Á þinginu var samþykkt skýrsla sem unnin
var undir minni verkstjórn um stöðu evrópskrar verkalýðshreyfingar
og leiðir til að efla áhrif hennar. Í skýrslunni er fjallað um
samhengið á milli vaxandi ójafnaðar ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu
02.02.17.
Fróðlegt er að fylgjast með bænakvaki úr Klíníkinni, einkarekna
sjúkrahúsinu sem nú vill fá leyfi heilbrigðisráðherra til að
seilast ofan í vasa okkar skattgreiðenda. Forsvarsmenn
fyrirtækisins og eigendur segjast á einu máli um að ríkið eigi að
borga að fullu fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, þar með allan
rekstrarkostnað þeirra fyrirtækis. Með þessum málflutningi á okkur
væntanlega að skiljast að Klíníkin sé gríðarlega samfélagslega
sinnuð. En einmitt þarna stendur hnífurinn í kúnni. Ég myndi ekki
...
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum