Fara í efni

BÆNDABLAÐIÐ: SÉRFRÆÐINGAR VARA VIÐ INNFLUTNINGI Á HRÁU KJÖTI

Bændablaðið
Bændablaðið

Bændablaðið
, sem út kom í dag, fimmtudag, fjallar um erindi sem tveir vísindamenn fluttu á fundi í Iðnó í Reykjavík fyrir hálfri annarra viku undir heitinu, Innflutningur á ferskum matvælum - hver er hættan?

Í Bændablaðinu er ítarleg og afar fagmannlega unnin úttekt á erindum vísindamannanna og fær hvor um sig nánast heila opnu í blaðinu þar sem blaðið gerir grein fyrir málflutningi þeirra.

Fyrirsögnin á erindi Karls G. Kristinssonar, prófessors og yfirlæknis á sýklafræðideild Landspítala Íslands, er; „Raunveruleg og vaxandi ógn af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum."

Fyrirsögnin á erindi Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis og veirufræðings á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum, er: Núverandi sjúkdómastaða er auðlegð sem okkur ber að verja."

Bændablaðið er fáanlegt í almennum verslunum og væntanlega bensínstöðvum einnig. Hvet ég alla til að kynna sér mjög svo áhugaverða umfjöllun blaðsins.

Ég leyfi mér að segja að enginn ábyrgur einstaklingur getur skorast undan því að kynna sér þessi mál!

Hér er slóð á blaðið.