HIN UNGU TÓNLISTARSÉNÍ

Tónlist 2

Sjónvarpið á þakkir skilið fyrir að sýna okkur í gærkvöldi upptöku frá Nótunni,  uppskeruhátíð tónlistarskólanna í landinu. Þar kom fram ungt afburðafólk í tónlist. Hugurinn fylltist bjartsýni við að sjá og heyra hve mikil færni býr með þessu unga hæfileikafólki.

Myndin hér að ofan er af Klöru Margréti Ívarsdóttur sem lék píanókonsert eftir Hayden við samleik kennara síns Birnu Hallgrímsdóttur.

Annars má hlýða á allan þáttinn hér, alla vega fram í júní, en einhverra hluta vegna sem ég hef aldrei fengið nógu sannfærandi skýringu á, eru þættir á borð við þennan aldrei látnir lifa lengi á netinu. En slóðin er hér

Fréttabréf