Fara í efni

HVET YKKUR AÐ KOMA Á KLUKKUTÍMA HÁDEGISFUND Í IÐNÓ

Iðnó - 2
Iðnó - 2

Fyrirlesararnir á hádegisfundinum í Iðnó á morgun, sem greint hefur verið frá hér á síðunni, eru tveir og fjalla báðir um spurningu dagsins: Hver á að selja áfengi? Hvað segja rannsóknir?

Hitamálið sem nú skekur Alþingi, er hvort banna eigi með lögum að áfengisverlunin verði á hendi samfélagsins eins og nú er eða einkaaðilum fengin hún í hendur með lögskipun.

Hér má fræðast um fyrirlesarana og fundinn: https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvad-segja-rannsoknir

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur ekki enn svarað hvort hann mæti á þennan upplýsinga- og fræðslufund. Öllum þingmönnum var borðið, forsætisráðherra og heillbrigðisráðherra sérstaklega, svo og formönnum Allsherjarnefndar (sem fjallar um málið) svo og Velferðarnefndar.

Þá hefur svokölluðum talsmönnum barna á Alþingi úr röðum alþingismanna boðið sérstaklega.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra fékk boð á fundinn í rafrænu bréfi en einnig í opinberu opnu bréfi sem birtist í Morgunblaðinu í dag, föstudag. Eyjan gerir skilmerkilega grein fyrir því bréfi og því boði sem þar kemur fram: http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/03/17/ogmundur-vill-funda-med-bjarna-i-hadeginu-a-morgun/

Fundurinn hefst klukkan 12 á hádegi og stendur í rúma klukkustund. Lýkur honum í allra síðasta lagi 13:30.