Fara í efni

Í MENNINGARHÚSI Í BOÐI ÖNNU S. GUNNLAUGSDÓTTUR

Anna Gunnlaugsdóttir
Anna Gunnlaugsdóttir

Í dag heimsóttum við hjón Borgarbókasafnið í Spönginni sem jafnframt er hús undir aðra menningu en bókmenntirnar og kallast því Menningarhús. Undir því nafni rís það bærilega. Fjöldi fólks var á bókasafninu að fá þar afgreiðslu eða að blaða í bókum, blöðum og tímaritum og þá var fólk að skoða myndlistarsýninguna sem var tilefni okkar heimsóknar.

Boðsmiði hafði borist frá okkar góðu vinkonu, listmálaranum Önnu S. Gunnlaugsdóttur. Myndir Önnu hafa heillað mig allar götur frá því hún sýndi verk sín í miðstöð orlofsbyggða BSRB í Munaðarnesi sumarið 2003 en sýningin var opnuð með glæsilegri menningarhátíð þá um vorið.

Í Spönginni sýnir Anna ásamt tíu öðrum listakonum sem hafa vinnuaðstöðu í Gallerí Korpúlfsstaða og lögðum við leið okkar þangað að lokinni heimsókn í Spöngina.

Mælum við með heimsókn á báða staði, Menningarhúsið í Spönginni og á Korpúlfsstaði.

Nánari upplýsingar má sækja hér.
 og hér.