FRAMSÝNI FRAMSÝNAR

Kjötinnflutningur - fundur
Ánægjlulegt var að heimsækja verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sl. föstudag og laugardag.

Fyrri daginn hélt ég erindi um alþjóðlega viðskiptasamninga í fundarsal verkalýðsfélagsins undir heitinu Togstreita fjármagns og lýðræðis. Spunnust af erindinu góðar og gagnlegar umræður. Á vef verkalýðsfélagsins er gerð ágæt grein fyrir þessum fundi, sjá hér: http://www.framsyn.is/2017/04/10/fjallad-um-althjodavidskiptasamninga-a-opnum-fundi-framsynar/  

Á laugardeginum var svo fundur á FOSS hótelinu þar sem fluttu erindi þeir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Háskóla Íslands. Yfirskrift fundarins var Hver er hættan sem stafar af innflutningi á ferskum matvælum fyrir lýðheilsu Íslendinga?

Ég var fundarstjóri á þessum fundi og byrjaði ég á því að þakka Framsýn fyrir að standa að fundinum og hafði ég þau orð um þetta framtak að það sýndi framsýni að vilja örva umræðu um málefni sem skipti okkur jafn miklu máli og viðfangsefni fundarins óneitanlega geri, nefnilega að gaumgæfa í tíma hættuna sem okkur stafar af innflutningi ferskra matvæla. Frásögn af fundinum er að finna hér: http://www.framsyn.is/2017/04/10/innflutningur-a-ferskum-matvaelum-til-umraedu-a-opnum-fundi-framsynar/

Og hérna má sjá hvernig Framsýn þakkar FOSS hótelinu fyrir þá alúð sem starfsfólkið sýndi í verki til að fundurinn færi sem best fram. Reyndar vakti athygli mína að starfsfólk hótelsins, ekki síst þau sem komu að matseld með beinum og óbeinum hætti, fylgdist rækilega með erindum fræðimannanna: http://www.framsyn.is/2017/04/10/fosshotel-husavik-takk-fyrir/

Fréttabréf