SAMVISKUSPURNING DAGSINS

Palestina I
Addameer

mun þýða samviska á arabísku. Þetta er jafnframt heitið á samtökum sem beita sér til varnar mannréttindum í Palestínu, einkum mannréttindum fanga.

Þessi samtök hafa sent frá sér ákall til heimsbyggðarinnar um að taka undir eftirfarandi kröfur um að mannréttindi verði virt í Palestínu:

1) að barátta fyrir mannréttindum verði ekki fótum troðin og að ofbeldi gegn baráttufólki fyrir mannréttindum verði stöðvað

2) að börn verði undir engum kringumstæðum fangelsuð

3) að fangelsun án dóms verði hætt þegar í stað og þeir fangar sem ekki hafa hlotið dóm verði látnir lausir undanbragðalaust

4) að látnir verði lausir þegar í stað allir þeir sem fangelsaðir hafa verið vegna skoðana sinna

5)  að fólk lýsi yfir stuðningi við freslsibaráttu Palestínumanna.

Undir allt þetta tek ég og hvet aðra til að gera einnig.og ennfremur að við gerum þennan dag að tilefni umræðu um Palestínu, þá freslsibaráttu sem þar er háð og þau mannréttindabrot sem þar eru framin af hernámsliði Íslarels. Ætlum við að þegja um misréttið sem á sér stað í Palestínu öllum stundum alla daga, að öllum heiminum ásjáandi? Þetta er samviskuspurning dagsins.

Síðastliðið haust varð ég við ákalli Addameer samtakanna að fara til Palestínu að tala máli palestínskra fanga og þá sérstaklega ungs manns, Bilal Kayed, sem þá var við dauðans dyr eftir langt mótmælasvelti. Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu um þessa heimsókn og eftir að ég kom heim var efnt til fundar um málefni pólitískra fanga í Palestínu og hlutskipti Bilal Kayed sérstaklega, sjá neðangreindar slóðir þar sem um þetta var fjallað:

http://ogmundur.is/greinar/2016/08/med-barattumodur

http://ogmundur.is/allar-greinar/nr/7886/


http://ogmundur.is/annad/nr/7885/

http://ogmundur.is/allar-greinar/nr/7887/

http://ogmundur.is/annad/nr/7893/

http://ogmundur.is/annad/nr/7895/

http://ogmundur.is/annad/nr/7898/

Ég hvet lesendur til að fara inn á þessa slóð frá mannréttindasamtökunum Addammer: Call to Action  
Þetta er heimasíða Addameer:   http://www.addameer.org/sites/all/modules/civicrm/extern/url.php?u=238&qid=358968.

Fréttabréf