VEL HEPPNAÐUR FUNDUR Á AKUREYRI

Dýrasjúkdómar
Eins og fram kom í ítarlegri og vandaðri umfjöllun Morgunblaðsins síðastliðinn mánudag mæltist þeim vel frummælendunum, Vilhjálmi Svanssyni, dýralækni og veirufræðingi við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Karli G. Kristinssyni, prófessor og yfirlækni sýklafræðideildar Landspítalans, á fundi sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar stóð að í hádeginu á sunnudag.

Fundurinn var haldinn á Hótel KEA og hann sótti fólk úr landbúnaðargeiranum, heilbrigðisstarfsfólk og síðan áhugafólk um lýðheilsu - og síðan náttúrlega bara fólk sem er áhugasamt um umhverfi sitt. Ætli ég teljist ekki sjálfur til þess hóps.  

Mér segir svo hugur að áhugi á þessu málefni fari vaxandi og kann ég fjölmiðlum þakkir sem sýna þessu málefni verðskuldaðan áhuga.

Við hljótum að leggja við hlustir þegar færustu sérfræðingar okkar vara við óheftum innflutningi á ferskum matvælum og segja að lýðheilsu stafi hætta af.     

Fréttabréf