BRÝNASTA ÞINGMÁLIÐ Á BYLGJUNNI

Bylgjan í bítið 989

Ég skal reyndar ekki fullyrða að þetta sé brýnasta þingmálið sem liggur fyrir Alþingi en brýnt er það: http://www.althingi.is/altext/146/s/0396.html

Við Brynjar Níelsson, alþingismaður, ræddum það í morgun hjá þeim Heimi og Gulla, hvort við ætluðum virkilega að láta taka landið undan fótunum á okkur. Það voru mín orð en ekki Brynjars og var ég þar að vísa ég til uppkaupa auðmanna á stórum landspildum. Byrnjar deildi ekki áhyggjum mínum að fullu en kvaðst hafa skilning á sjónarmiðinu. Ég hvet lesendur til að kynna sér þingmálið og síðan umræðuna frá í morgun en hún er hér:
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP54542  

Fréttabréf