GÓÐAR VIÐTÖKUR Í ÞINGBORG

Fundur þingborg forsíða

Þeir fengu hlýtt klapp að loknum fyrirlestrum sínum um hættuna af innflutningi á ferskum matvælum í Þingborg á fimmtudagskvöldið, þeir Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala Íslands og Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum.

Við hæfi var að halda fundinn í Þingborg, hinu glæsilega félagsheimili, rétt austan Selfoss, því heita má að það standi nærri hjartanu í íslenskri landbúnaðarframleiðslu.

Ég hafði á tilfinningunni að áheyrendur, sem voru á annað hundrað hefðu ríkan skilning á málefninu og væru komnir til fundarins að fræðast af fyrirlesurum og einnig sýna samstöðu um góðan málstað. Klappið bar það með sér.
Fundur þingborg lok 

Fréttabréf