Fara í efni

HEIÐRUM SVEIN RÚNAR SJÖTUGAN OG MÆTUM Á TÓNLEIKA TIL STYRKTAR KONUM Á GAZA!

Sveinn Rúnar 2
Sveinn Rúnar 2


Það var eftir okkar góða félaga og vini, baráttumanni númer eitt fyrir mannréttindum Palestínumanna að halda upp á sjötugsafmæli sitt með því að efna til tónleika til styrktar konum á Gaza.
Fyrir fáeinum rögum skrifaði hann vinum sínum bréf sem hann bað um að færi sem víðast með hvatningu um að mæta á tónleikana sem ekki eru af verri endanum eins og sjá má að neðan.
Bréf Sveins Rúnars er efrirfarandi:

"Kæru félagar og vinir.
Ég verð sjötugur 10. maí næstkomandi. Það er hernámsdagurinn í okkar sögu en nú minnumst við þess hernáms sem lengst hefur staðið í samtíðasögunni, hernáms Palestínu. Alltof mikil þögn hefur ríkt um Palestínu undanfarið. En Palestína er ekki gleymd og við hugum sérstaklega að innilokuðum íbúum á Gaza sem Sameinuðu þjóðirnar segja að verði óbyggilegt innan þriggja ára vegna afleiðinga hernámsins og herkvíarinnar  sem staðið hefur í áratug.
Stórtónleikar verða haldnir í Háskólabíói miðvikudagskvöldið 10. maí kl. 20. Allt andvirði seldra miða rennur til samtakanna AISHA á Gaza. Samtökin deila út styrkjum til eigin rekstrar sem miða að valdeflingu kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi en eru jafnframt höfuð sinna fjölskyldna eftir fráfall eða vegna sjúkdóma eiginmanns. AISHA eru félagasamtök til verndar konum og börnum á Gaza, eins konar sambland af Stígamótum og Kvennaráðgjöfinni ásamt starfsþjálfun. Félagið Ísland-Palestína hefur stutt AISHA frá árinu 2010 og aðalstyrktaraðili síðan þá verið María M. Magnúsdóttir heiðursfélagi FÍP.

 Listafólkið sem fram kemur:

Bubbi Morthens
Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson
KK
Ellen Kristjáns og Eyþór Gunnarsson
Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson
Bjartmar Guðlaugsson

 Miðaverð er 3000 kr og einnig er tekið við frjálsum framlögum á staðnum.

Miðasala fer fram hér: https://midi.is/tonleikar/1/10058/Konur_a_Gaza

Mér þætti vænt um að þið keyptuð aðgöngumiða sem fyrst. Ef þið eigið ekki heimangengt má styrkja málefnið með innleggi á reikning Neyðarsöfnunar Félagsins Ísland-Palestína nr. 0542-26-6990, kt. 520188-1349.

Hlakka til að sjá ykkur!
Sveinn Rúnar."
 Konur á Gaza 2