HVERJIR RÁÐA Í KERFINU?

Bylgjan í bítið 2 rétt

Bylgjumenn, þeir Heimir og Gulli, lögðu í Bítinu í morgun upp í maraþon vegferð. Þeir ætla að spyrja hverjir ráði í "kerfinu", stjórnmálamennirnir, embættismennirnir eða kannski verktakarnir.

Þetta eru mín orð en ekki þeirra en inntakið er þetta. Það eru líka mín orð að þetta verði maraþon umræða hjá þeim félögum. En þó hef ég grun um að svo verði enda tilefnið ærið.

Mín niðurstaða er þessi: Engar alhæfingar takk!

Við riðum á vaðið við Árni Hjörleifsson, oddviti í Skorradal og pólitíkus fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði til margra ára, formaður svæðisráðs sveitarfélaganna á höfðuborgarsvæðinu um skeið og í fjölda nefndum vegum Hafnarfjarðar og sveitarfélaganna fyrr á tíð.

Umræðan er hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP56223

Fréttabréf