Greinar September 2017

Að undanförnu hafa dætradætur mínar, þær Sigríður Olga
Jónsdóttir og Valgerður Þorvarðardóttir sýnt mér þann heiður að
fara með mér öðru hvoru í skoðunarferðir um Reykjavík eftir skóla.
Við höfum einbeitt okkur að söfnunum, erum búin að heimsækja
Árbæjarsafn og Þjóðminjasafnið, skoða Landnámssýninguna í
Aðalstræti, Hvalaasafnið á Granda, safn Einars Jónssonar í
Hnitbjörgum á Skólavörðuholti (þar er myndin tekin), Kjarvalsstaði
og heimsækja listafólk á Korpúlfsstöðum. Framundan er allur
veturinn og söfnin í Reykjavík og nágrenni bíða okkar sem
konfektkassi. Þótt ánægjan sé ekki síst mín þá reyni ég að sjá til
þess að ...
Lesa meira

Í Fréttablaðinu hefur á undanförnum dögum verið fjallað um
málaferli sem varða gróft ofbeldi og þá sérstaklega þá ákvörðun
Hæstaréttar að verða ekki við beiðni brotaþola að meintur
ofbeldismaður yrði ekki viðstaddur vitnaleiðslu enda stæði
brotaþola ógn af nærveru hans. Án þess að ég þekki vel til þessa
máls veit ég nóg til að finnast niðurstaðan slæm. ... Ef ákvöðrum
Hæstaréttar byggir á hefð, þá hef ég sterka tilfinningu fyrir því
að þessi hefð þurfi endurskoðunar við! En hver skyldi bera ábyrgð á
slíkum ákvörðunum Hæstaréttar? ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 26.09.17.
... Augljóst er að horfið verður frá því að kveðja til
umsagnaraðila. Hins vegar stendur það eftir að "uppreisn æru" hefur
lagalega þýðingu sem snertir ein 29 lög, þar á meðal endurheimt
lögmannsréttinda. Það mál sem hæst hefur borið að undanförnu og
snertir lögmannsréttindi snýr þó að dómi Hæstaréttar því viðkomandi
hafði verið sviptur lögmannsréttindum með dómi og aðeins með dómi
gat hann fengið þau réttindi að nýju. Það á einnig við um aðra
brotamenn, að lögmannsréttindi geta þeir ekki öðlast án samþykkis
Lögmannafélags Íslands eða þá fyrir dómi. Með öðrum orðum,
"uppreist æru" er ekki sjálfkrafa ávísun á lögmannsréttindi. Annað
sem menn hafa staldrað við er hvort endurheimt "æru" í lagalegum
skilningi þýði að það varði brot á hegningarlögum að minna á fortíð
barnaníðinga. Í því sambandi þarf að ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
16/17.09.17.
... Spilafíknin getur nefnilega af sér tvenns konar fíkla,
annars vegar þá sem hætta eigin fjármunum og síðan hina sem njóta
góðs af. Og báðir hópar eiga síðan aðstandendur. Þeir síðarnefndu
eiga sér meðal annars aðstandendur innan vébanda Alþingis sem vita
sem er að skerðing á tekjustreymi upp úr vösum spilafíkla kallar á
ný fjárhagsleg úrræði fyrir þiggjendur fjárins og síðan er
náttúrlega hitt að það er ekki talið til vinsælda fallið að ganga
gegn hagsmunum þjóðþrifastofnana og samtaka á borð við Landsbjörg,
SÁÁ, Rauða krossinn, Háskóla Íslands og síðan Öryrkjabandalagið,
ungmennafélögin og íþróttahreyfinguna en allir þessir aðilar nærast
á spilafíkninni ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði DV 15.09.17.
... Ég ætlaði vart að trúa mínum eigin augum við lestur úttektar
DV, í helgarblaðinu 8. september, á tilraunum sem þessir aðilar eru
að gera á spilafíklum í samstarfi við framleiðendur lokkunarleikja.
Milligönguaðilinn samkvæmt úttektinni er Gallup. Samkvæmt frásögn
DV ganga tilraunirnar út á að starfsmenn Gallup láta spilafíkla
fást við mismunandi spennuleiki undir eftirliti og mælingum svo búa
megi til sem bestar gildrur fyrir þá fyrir framan vélarnar.
Spilafíklarnir fá greitt fyrir að gerast þannig tilraunadýr sjálfum
sér til höfuðs! Þetta getur varla ...
Lesa meira

"Við höfum ekki kannað áhuga erlendra aðila á Hvassahrauni
sérstaklega,
" segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í
viðtali við Morgunblaðið í dag. Fyrirtækið sé enn að kanna með
sjálfstæðum hætti hvort hentugt geti verið að gera flugvöll í
Hvassahrauni í Vogum ... Það er nefnilega það. "Icelandair Group"
er að íhuga hvort skattgreiðendur og aðrir gjaldendur eigi að gera
nýjan alþjóðlegan flugvöll í Hvassahrauni. Á endanum yrðum það að
sjálfsögðu við, skattgreiðendur og notendur/gjaldendur, sem
borguðum brúsann. Nokkrar spurningar vakna við þessar vangaveltur
þeirra hjá "Icelandair Group" ...
Lesa meira

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, óttast að enn leynist
lífsneisti með launaþjóðinni. Svo mikill er ótti hans reyndar, að
hann telur að í þessum neista sé fólginn mestur ógnvaldur við
íslenskt hagkerfi um þessar mundir. Þetta var þungamiðjan í
stefnuræðu ráðherrans á Alþingi í gær. Stjórnmálamaðurinn sem
veitir forstöðu ríkisstjórn sem hefur hafist handa um að einkavæða
heilbrigðiskerfið, bónusvæða á ný fjármálakerfið og stígur á
lífskjör öryrkja og aldraðra á sama tíma og efnafólk landsins makar
krókinn; hann telur mesta hættu sem nú steðji að Íslandi vera þá,
að sjúkraliðar, lögreglumenn og leikskólakennarar...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 11.09.17.
Á síðari hluta árs 2013 hófst gjaldtaka við Kerið í Grímsnesi. Á
svipuðum tíma gerðu einkaaðilar tilraun til að rukka aðkomufólk við
Geysi í Haukadal og í Námaskarði. Áður þekktust dæmi um gjaldtöku
en ljóst er að á þessum tímapunkti var skriða að fara af stað. Ég
átti þátt í að andæfa þessu bæði í orði og verki með mótmælum á
vettvangi og skrifum þar sem varað var við annars vegar
andvaraleysi og hins vegar því að hagsmunaaðilum yrði látið það
eftir að móta farveg sem á endanum skerti almannarétt. Ég kvaðst þá
sjá fram á "kvótavæðingu" náttúrunnar ef ekki yrði að gert og
horfði þar til ákveðinnar samlíkingar við ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 08.09.17.
Það er eins gott að gleyma ekki greiðslukortinu þegar farið er
með fjölskylduna að skoða "landið okkar". Þegar kostar það fimm
hundruð krónur að koma við í þjóðgarðinum á Þingvöllum, fjögur
hundruð á mann að ganga á Helgafell og fjögur hundruð kostar í
Kerið, sex þúsund og fimm hundruð að skoða Viðgemli í
Hallmundarhrauni og einnig sex þúsund og fimm hundruð að skoða
Raufarhólshelli, helming þar af í Vatnshelli á Snæfellsnesi, sjö
hundruð mun kosta að parkera við Seljalandsfoss og sex hundruð í
Skaftafelli, síðan er Dettifoss að koma með inngangseyri og fleiri
og fleiri. Nú kostar líka þrjú hundruð krónur að pissa í Hörpu og
...
Lesa meira

Þriðjudaginn 3. september greinir Fréttablaðið frá því að
starfsmenn Cosco Shipping. "þriðja stærsta skipafélags
heims" hefðu "í lok ágúst fundað með sveitarstjóra
Langanesbyggðar, starfsmönnum verkfræðistofunnar EFLU og fulltrúum
innanríkisráðuneytisins" ... Eftir standa þessar
spurningar: 1) Hefur verið veitt fé úr
ríkiskassanum til þessa verkefnis og ef svo er hve mikið? 2) Er
þetta verkefni ekki stærra í sniðum en svo að það eigi að vera á
hendi fámenns sveitarfélags? 3) Er ekki óeðlilegt að umræða um
þetta verkefni fari fram á "ráðstefnum um allan heim" án aðkomu
Íslendinga og án þess að ...
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum