Greinar Desember 2018

... Þess má geta í ljósi atburða síðustu daga og vikna í Norður-Sýrlandi, að fyrsta krafa dómaranna var að tyrkneski innrásarherinn þar yrði þegar í stað kallaður heim og að Tyrkir hættu öllum harnaðaraðgerum gegn Kúrdum þegar í stað. Næstkomandi laugardag verða þrír Kúrdar (þar af þýðandi yfir á ensku sem jafnframt ere einn helsti talsmaður Kúrda í Evrópu) á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Fyrirlesararnir voru á meðal þeirra sem báru vitni frammi fyrir stríðsglæpastólnum ...
Lesa meira

... Síst af öllu vildi ég gleyma að nefna Ómar Ragnarsson og nýja bók hans, Hjarta landsins. Bókinni fylgir hljómdiskur með lögum og ljóðum eftir Ómar. Þessa laga- ljóða- og myndabók fékk ég með fallegri kveðju frá höfundi, sem ég met mikils. Ég held reyndar að Íslandi finnist þessi bókartitill hæfa þessum höfundi enda standi hann nærri hjarta þess! Svo er það tónlistin ...
Lesa meira

Í Mósebók segir frá því þegar Kain hafði drepið Abel bróður sinn til að komast yfir hjarðir hans, allt að undirlagi Satans, þá hafi Drottinn komið að máli við Kain og viljað vita hvað hefði hent, hvar Abel væri, því “ blóð bróður þíns hrópar til mín úr jörðunni”. Kain mælti þá: “Það veit ég ekki, á ég að gæta bróður míns?” Þessu hafa flest ...
Lesa meira
Birtist í DV 28.12.18.
Þegar litið er til ársins sem er að líða og síðan þess sem í vændum er, þá staðnæmist ég einkum við tvennt sem í mínum huga telst uppörvandi og jákvætt. Fyrst vil ég nefna til sögunnar konu að nafni Jóna Imsland en hún hófst handa þegar vel var áliðið árs um að safna undirskriftum undir hvatningunni, Seljum ekki Ísland. Nokkur þúsund manns hafa þegar skrifað undir áskorunina þrátt fyrir afar litla kynningu. Tildrögin eru ...
Lesa meira

Þessir værðarlegu félagar hafa svo sannarlega tekið til sín þann boðskap jólanna sem segir: Friður sé með yður. Betur væriað sú væri raunin um jörðina alla. Verður þá hugsað til landsins helga, Palestínu, og nokkru norðar þar sem Tyrkir hervæðast nú eina ferðina enn til undirbúnings ofbeldi á hendur Kúrdum í Norður Sýrlandi. Í Kúrdahérðuðum Tyrklands er stundum haft á orði að ...
Lesa meira

... Tyrkir hafa sýnt af sér svo ótrúlega grimmd í byggðum Kúrda sem þeir hafa náð undir sig hvort sem er innan Tyrklands sjálfs eða í Sýrlandi að ástæða er að fylgjast gaumgæfielga með framvindunni og hvetja íslensk stjórnvöld að láta frá sér heyra. Í byrjun janúar verður efnt til fundar með Kúrdum sem þekkja ofbeldið af eigin raun og er ástæða til að hvetja fólk til að mæta. Fundurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 5. janúar klukkan 12 ... Hér að neðan er fréttabréf ættað frá Kúrdum í Norður-Sýrlandi ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22./23.12.18.
Sennilega er hugur okkar eini staðurinn þar sem við njótum fullkominnar friðhelgi. Samtal sem við eigum við okkur sjálf er þannig séð “okkar á milli”. En um leið og við leyfum hugsunum okkar að birtast í orðum eða gjörðum eru þær strangt til tekið komnar út í almannarýmið. Þá gerast ýmsar spurningar áleitnar. Ég sit í flugstöð og skrifa þessar línur. Ekki veit ég ...
Lesa meira
Í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar var hafist handa um að koma upp sjóðsvélum á heilsugæslustöðvum landsins svo rukka mætti þau sem þangað leituðu vegna veikinda sinna. Að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra var þetta ekki einvörðungu leið til fjáröflunar heldur talin vera til þess fallin að “auka kostnaðarvitund” sjúklinga og ...
Lesa meira

... Inn í fólksflutningasamninginn fléttast málefni sem ég kom talsvert að þegar ég sat í stjórnum Evrópusamtaka opinberra starfsmanna, EPSU, og svo Alþjóðasambands starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services Intarnational, PSI, nefnilega stríður straumur heilbrigðisstarfsmanna frá fátækum ríkjum til hinna auðugri. Þetta gerist samkvæmt lögmálum framboðs og eftirspurnar og veldur ómældum erfiðleikum, fyrir ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.12.18.
Stasi var hræðileg stofnun, austurþýska leynilögreglan. Hún fylgdist með hverju fótmáli þegnanna og lét granna njósna um granna. Á endanum vissu þetta allir og þá var takmarkinu náð, nefnilega að halda öllum, samfélaginu öllu, í heljargreipum. Eins gott að halla ekki orði á valdið eða gera neitt sem hægt væri að sakfella þig fyrir. Sakfelling, hét hún einmitt ...
Lesa meira
Hvað varð um fjórða valdið? Megin hugsanastraumur fólks í heiminum óskar friðar og vonar að með því að ljúka hörmungunum í Mið-Austurlöndum takist undir forystu BRICS hópsins að binda enda á stríð „Fyrsta heims“ gegn „Öðrum og Þriðja heiminum“ og um að leið ljúki 500 hundruð ára sögu nýlendustefnu og hins fáránlega kapitalisma. Amen. Fullyrðinguna er hægt að sannreyna með því að prófa að nota netið og finna frjálsa fjölmiðla í stað CNN, BBC eða ...
Sigurþór S.
Lesa meira
Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni ...
Guðjón Jensson Mosfellsbæ
Lesa meira
Klaustursrónar krappann sjá
komið er að hefndum
Því Bergþóri verður bolað frá
og gera sátt í nefndum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Dýr voru þessi dönsku strá
nú dauðans alvöru sjáum
Því Dagur verður að fara frá
ef pálmatrén fáum.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Þakka þér fyrir skrifin um Venesúela og að syprja um afstöðu Íslands, hvort ekki standi til að fordæma afskipti Trumps og félaga. Ég er sammála þér að það verði Ísland að gera! Umhugsunarvert er að enginn á Alþingi skuli taka málið upp. VG er greinilega of upptekið við að þjóna Sjálfstæðisflokknum til að vilja vita af nokkru sem gæti ruggað bátnum. Hitt liðið er allt ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Í fátækt minni til fjölda ára
fræddist ég um lífsins nauð
oft vinnulaus með vitund sára
og vonleysi sem daglegt brauð.
Þó árin svo liði hér eitt og eitt
er augljóst að lítið gengur
því fátækir fá hér aldrei neitt
og geta ekki unað því lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Valgerður nú frelsið fær,
fagnar því með tári.
Hún er okkur öllum kær
og sjötug á þessu ári.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Samningsdrög við sjáum brátt
ei saman glösum klingjum
Þó Halldór Benjamín bjóði sátt
ef afslættinum kyngjum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Líst vel á fundinn með Kúrdum næstkomandi laugardag. Við eigum að standa með þeim gegn mannréttindabrjótunum í Ankara. Ég starfaði með Kúrda þegar ég bjó í New York fyrir nokkru síðan og kynntist þá mörgum félaga hans svo og fjölskyldu. Það sem stendur upp úr í minningunni er hve líkir þeir eru okkur að ...
Jóel A.
Lesa meira
Árinu fagnar alþýða landsins
allt verður betra okkur hjá.
Efnahag riðlum, Elítu valdsins
og breytta tíma munum sjá.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum