Greinar 2018

... Þess má geta í ljósi atburða síðustu daga og vikna í Norður-Sýrlandi, að fyrsta krafa dómaranna var að tyrkneski innrásarherinn þar yrði þegar í stað kallaður heim og að Tyrkir hættu öllum harnaðaraðgerum gegn Kúrdum þegar í stað. Næstkomandi laugardag verða þrír Kúrdar (þar af þýðandi yfir á ensku sem jafnframt ere einn helsti talsmaður Kúrda í Evrópu) á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Fyrirlesararnir voru á meðal þeirra sem báru vitni frammi fyrir stríðsglæpastólnum ...
Lesa meira

... Síst af öllu vildi ég gleyma að nefna Ómar Ragnarsson og nýja bók hans, Hjarta landsins. Bókinni fylgir hljómdiskur með lögum og ljóðum eftir Ómar. Þessa laga- ljóða- og myndabók fékk ég með fallegri kveðju frá höfundi, sem ég met mikils. Ég held reyndar að Íslandi finnist þessi bókartitill hæfa þessum höfundi enda standi hann nærri hjarta þess! Svo er það tónlistin ...
Lesa meira

Í Mósebók segir frá því þegar Kain hafði drepið Abel bróður sinn til að komast yfir hjarðir hans, allt að undirlagi Satans, þá hafi Drottinn komið að máli við Kain og viljað vita hvað hefði hent, hvar Abel væri, því “ blóð bróður þíns hrópar til mín úr jörðunni”. Kain mælti þá: “Það veit ég ekki, á ég að gæta bróður míns?” Þessu hafa flest ...
Lesa meira
Birtist í DV 28.12.18.
Þegar litið er til ársins sem er að líða og síðan þess sem í vændum er, þá staðnæmist ég einkum við tvennt sem í mínum huga telst uppörvandi og jákvætt. Fyrst vil ég nefna til sögunnar konu að nafni Jóna Imsland en hún hófst handa þegar vel var áliðið árs um að safna undirskriftum undir hvatningunni, Seljum ekki Ísland. Nokkur þúsund manns hafa þegar skrifað undir áskorunina þrátt fyrir afar litla kynningu. Tildrögin eru ...
Lesa meira

Þessir værðarlegu félagar hafa svo sannarlega tekið til sín þann boðskap jólanna sem segir: Friður sé með yður. Betur væriað sú væri raunin um jörðina alla. Verður þá hugsað til landsins helga, Palestínu, og nokkru norðar þar sem Tyrkir hervæðast nú eina ferðina enn til undirbúnings ofbeldi á hendur Kúrdum í Norður Sýrlandi. Í Kúrdahérðuðum Tyrklands er stundum haft á orði að ...
Lesa meira

... Tyrkir hafa sýnt af sér svo ótrúlega grimmd í byggðum Kúrda sem þeir hafa náð undir sig hvort sem er innan Tyrklands sjálfs eða í Sýrlandi að ástæða er að fylgjast gaumgæfielga með framvindunni og hvetja íslensk stjórnvöld að láta frá sér heyra. Í byrjun janúar verður efnt til fundar með Kúrdum sem þekkja ofbeldið af eigin raun og er ástæða til að hvetja fólk til að mæta. Fundurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 5. janúar klukkan 12 ... Hér að neðan er fréttabréf ættað frá Kúrdum í Norður-Sýrlandi ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22./23.12.18.
Sennilega er hugur okkar eini staðurinn þar sem við njótum fullkominnar friðhelgi. Samtal sem við eigum við okkur sjálf er þannig séð “okkar á milli”. En um leið og við leyfum hugsunum okkar að birtast í orðum eða gjörðum eru þær strangt til tekið komnar út í almannarýmið. Þá gerast ýmsar spurningar áleitnar. Ég sit í flugstöð og skrifa þessar línur. Ekki veit ég ...
Lesa meira
Í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar var hafist handa um að koma upp sjóðsvélum á heilsugæslustöðvum landsins svo rukka mætti þau sem þangað leituðu vegna veikinda sinna. Að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra var þetta ekki einvörðungu leið til fjáröflunar heldur talin vera til þess fallin að “auka kostnaðarvitund” sjúklinga og ...
Lesa meira

... Inn í fólksflutningasamninginn fléttast málefni sem ég kom talsvert að þegar ég sat í stjórnum Evrópusamtaka opinberra starfsmanna, EPSU, og svo Alþjóðasambands starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services Intarnational, PSI, nefnilega stríður straumur heilbrigðisstarfsmanna frá fátækum ríkjum til hinna auðugri. Þetta gerist samkvæmt lögmálum framboðs og eftirspurnar og veldur ómældum erfiðleikum, fyrir ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.12.18.
Stasi var hræðileg stofnun, austurþýska leynilögreglan. Hún fylgdist með hverju fótmáli þegnanna og lét granna njósna um granna. Á endanum vissu þetta allir og þá var takmarkinu náð, nefnilega að halda öllum, samfélaginu öllu, í heljargreipum. Eins gott að halla ekki orði á valdið eða gera neitt sem hægt væri að sakfella þig fyrir. Sakfelling, hét hún einmitt ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum