Greinar Janúar 2019

Spjallað var um Vestnorrænaráðið í útvarpi í morgum. Það var fróðleg og ágæt umræða þeirra morgunhana Óðins Jónssonar og Björns Þorlákssonar við þingmennina Bryndísi Haraldsdóttur og Guðjón Brjánsson. Inn í umræðurnar fléttaðist Finnafjörður og könnun/áform(?) um stórskipahöfn þar. Þetta nýtur stuðnings ríkisstjórnarinnar, sagði sjálfstæðiskonan Brynhildur. Þáttastjórnendur sögðu þetta vera spennandi mál og ...
Lesa meira

Og nú er Líbía gleymd. Þó ekki alveg. Jón Karl Stefánsson skrifar stórmerkilega grein á heimasíðu mína um “frétta”-flutning af valdaráni NATÓ í Líbíu árið 2011. Hann orðar það ekki svona. Það geri ég. Jón Karl kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að frásagnir í fjölmiðlum í okkar heimshluta af árásum NATÓ á Líbíu hafi byggst á ósannindaherferð sem hafi verið þaulskipulögð til að blekkja almenning. Í lokaorðum hans er fólginn þungur áfellisdómur ...
Lesa meira

Ríkisstjórn Íslands hlýtur að fylgjast vel með framvindu mála í Venesúela. Þar erum við eina ferðina enn að verða vitni að gamalkunnu stefi: Bandaríkin og fylgifiskar þeirra að framkvæma það sem kallað hefur verið “regime change”, sem er kurteislega orðuð engilsaxneska á valdaráni. Frægustu ...
Lesa meira

Bandarísk stjórnvöld minna okkur þessa dagana á hver þau eru, hverra erinda þau ganga. Ríki þeim handgengin víðs vegar um heiminn fara að dæmi húsbónda síns í Washington og gömlu nýlenduríkin í Evrópu sömuleiðis. Þau minna okkur á að þau eru enn við sama ...
Lesa meira

Góður vinur og frábær listamaður stingur niður fæti á klakanum um næstu máðamót og ætlar að ylja okkur með fallegri píanótónlist. Þar sem mér hafði borist njósn af þessari heimsókn vildi ég koma því á framfæri að hann verður með einleikstónleika föstudagskvöldið 1. febrúar, klukkan 19:30, í sal Menntaskóla í tónlist, Skipholti 33. Um dagskrána má fræðast á slóðunum hér fyrir neðan. Sjálfur er ég ekki heimsins mesti spesíalisti í klassæískri píanótónlist en nógu mikið veit ég til að ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.01.19.
Þegar Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkladeildar Landspítalans fékk það í andlitið að hann gengi erinda einhverra ótiltekinna aðila þegar hann varaði við innflutningi á hráu kjöti til Íslands og vakti jafnframt athygli okkar á þeirri vá sem stafaði af kjöti sem gæti borið fjölónæma sýkla, þá svaraði hann því til að þetta mætti til sanns vegar færa. Hann teldi sig skuldbundinn ...
Lesa meira

Fundurinn með þeim Evu Bartlett, Jóni Karli Stefánssyni og Bertu Finnbogadóttur um fréttamennsku sem vopn í stríði, verður í þessu húsi, Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík klukkan 12, laugardaginn 19. janúar. Sjá nánar hér: http://ogmundur.is/greinar/2019/01/eva-bartlett-og-fleiri-a-laugardag
Lesa meira

Austur-Kongó er eitt af stærstu og fjölmennustu ríkjum heims, tveir milljónir ferkílómetrar og þrjú Íslönd til viðbótar, rúmlega 2,3 milljónir ferkílómetrar að stærð og íbúar sjötíu og níu milljónir. Auðlindir eru í jörðu, sem gert hafa landið “áhugavert” á Vestrlöndum. Nýafstaðnar eru umdeildar forsetakosningar og í fréttaauka Ríkisútvarpsins kom fram að margt benti til að ...
Lesa meira

Birtist í DV 18.01.19.
... Nú er nefnilega annar gagnrýninn fyrirlesari kominn hingað til lands, sem einnig mun kynna athuganir sínar í Safnahúsinu í hádegisfyrirlestri. Það verður næstkomandi laugardag. Þetta er kanadíska fréttakonan Eva Bartlett. Hún hefur fylgst mjög náið með gangi mála í Mið-Austurlöndum, sérstaklega í Sýrlandi síðustu árin en áður í Palestínu, en þar ... http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/01/18/vid-thurfum-areiti/ ...
Lesa meira

Ég hvet allt áhugafólk um gagnrýna fréttamennsku að sækja fund með kanadísku fréttakonunni Evu Bartlett í Safnahúsinu í Reykjavík næstkomandi laugardag. Hún þekkir vel til í Mið-Austurlöndum, hefur dvalið langdvölum í Sýrlandi og í Palestínu og fært fréttir þaðan. Að mínu mati er hún færari en flestir að greina fréttaflutning frá átakasvæðum, hvort hernaðar- og valdahagsmunir búi þar að baki eða ... Þarna verða líka með innlegg Jón Karl Stefánsson, sem gert hefur úttekt á fréttaflutningi af áras NATÓ á Líbíu fyrir nokkrum árum og Berta Finnbogadóttir sem hefur ...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum