Í DAG HEFUR “ALÞJÓÐASAMFÉLAGIД ÁHYGGJUR AF VENESUELA, Í GÆR VAR ÞAÐ LÍBÍA

NATO ATTACKS LIBIA.PNG
Og nú er Líbía gleymd. Þó ekki alveg. Jón Karl Stefánsson skrifar stórmerkilega grein á heimasíðu mína um “frétta”-flutning af valdaráni NATÓ í Líbíu árið 2011. 

Hann orðar það ekki svona. Það geri ég. Jón Karl kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að frásagnir í fjölmiðlum í okkar heimshluta af árásum NATÓ á Líbíu hafi byggst á ósannindaherferð sem hafi verið þaulskipulögð til að blekkja almenning. 

Í lokaorðum hans er fólginn þungur áfellisdómur: “Heiðarlegir fjölmiðlamenn myndu ekki einungis biðjast afsökunar, heldur reyna að breyta rétt og segja rétt frá eftir allt sem í ljós hefur komið. En það er greinilegt að erfitt er að finna heiðarlega fréttamenn nú á dögum.

Grein Jóns Karls Stefánssonar er á heimasíðu minni undir safnheitinu, Frjálsir pennar: http://ogmundur.is/frjalsir-pennar/2019/01/jon-karl-stefansson-skrifar-almannatengsl-og-stridid-gegn-libiu

Fréttabréf