ÍSLENSK STJÓRNVÖLD KOMIN MEÐ NIÐURSTÖÐUR PARÍSARDÓMSTÓLSINS Í HENDUR

kúrdar í utanríkisráðuneyti.PNG
Kúrdísku gestirnir sem hér eru - og fjallað hefur verið um hér á síðunni  - afhentu í gær niðurstöður Parísardómstólsins (http://ogmundur.is/greinar/2018/12/vitnisburdur-kurda-fra-fyrstu-hendi-i-reykjavik) um stríðsglæpi og mannréttindabrot í Kúrdahéruðum Tyrklands.

Diljá Mist Einarsdóttir tók á móti skýrslunni fyrir hönd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra,  sem var í erindagjörðum utan Reykjavíkur. Ragnar Þorvarðarson sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu sat fundinn ásamt Diljá Mist.

Kúrdarnir fengu einnig áheyrn hjá utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Utanríkismálanefnd fékk einnig niðurstöður Parísardómstólsins í hendur.  

Á hádegi í dag – klukkan 12 – verða þeir á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík og er fundurinn öllum opinn, sjá nánar: http://ogmundur.is/greinar/2019/01/kynnum-okkur-malstad-kurda
kúrdar á Alþingi.PNG

Fréttabréf