Fara í efni

Á ÚTIFUNDI Í STRASSBORG UM NIÐURLÆGINGU ÞAGNARINNAR

Í morgunsárið kom ég frá Istanbúl til Basel í Sviss og í kjölfarið til Strassborgar í Frakklandi að ávarpa útifund Kúrda sem hófst upp úr hádeginu.

Af hálfu sendinefndarinnar sem ég var þátttakandi í til Tyrklands og Kúrdistan ávarpaði fundinn ásamt mér, Manuel Cortes, forystumður í bresku verklýðshreyfingunni.

Ég vék að heimsókninni til Tyrklands og Kúrdistans, því sem hafði hrifið okkur og hinu sem gert hafi okkur reið.

Ég sagðist hafa hrifist af mörgu, þar á meðal baráttumanni sem við hittum í Amed/Diyarabakir sem þakkað hefði okkur fyrir að koma og sagt heimsóknina heimafólki til uppörvunar. “En ekki gleyma því”, bætti hann við, “að við erum ekki hjálparvana, við munum verja okkur. Þið þurfið hins vegar að verja Evrópu og heiminn allan fyrir niðurlægingu þagnarinnar um mannréttindabrotin sem hér hafa átt sér stað!”

Til þessa vísaði ég og margs annars í ávarpi mínu.

Á fundinn mættu þau sem eru í mótmælasvelti í Strasbourg og kefjast þess að einangrun Öcalans, Kúrdaforingja, verði rofin. Það var áhrifamikil stund þegar þau komu á sviðið.

Nú er spurnnign sú, hvort tyrknesk yfirvöld ætli sér að drepa þetta fólk? Yfirvöldin hafa það í hendi sér hvort mótmælasveltinu lýkur.

Allt sem til þarf er að fara að landslögum í Tyrkalndi og alþjþóðlegum skuldbindinum um mannréttindi; að bannað er að halda nokkrum manni í einangrun í fanglesi árum saman.

Það átti við um Mandela og það á við um Öcalan!
 
Mönnum reiknaðist til að um þrjátíu þúsund manns hafi verið á útifundinum.

Hér er slóð á fundinn:

https://www.facebook.com/RonahiTvOfficial/videos/479664546188417/?t=1265

útifundur kúrda.PNG