Fara í efni

SVÍVIRÐILEGUR VESALDÓMUR!

Tilkynnt hefur verið að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að hlýða kalli um að fylkja sér á bak við ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hrekja núverandi forseta Venesúela frá völdum og setja mann sér þóknanlegan í hans stað.

Sannast sagna hélt ég að afhjúpun ósanninda um valdaskipti og tilraunir til valdaskipta í Írak, Líbíu, Sýrlandi og nú Venesúela, svo nýjustu dæmin séu nefnd, væri nóg til að íslensk stjórnvöld sæju sóma sinn í því að halda sér alla vega til hlés.

Í öllum þessum dæmum var gerandinn hinn sami, bandalagsríki Íslands í NATÓ með Bandaríkin í broddi fylkingar.

Réttast væri að mótmæla ofbeldinu og ósannindunum en lágmarkskrafa er að gerast ekki svo svívirðilega undirgefin heimsauðvaldinu sem þessi afstaða ríkisstjórnar og Alþingis ber vott um.