Fara í efni

ÞAKKIR TIL KVEIKS

Það er þakkarvert framtak af hálfu Sjónvarpsins að sýna okkur heimildarmynd Arnars Þórs Þórissonar, dagskrárgerðarmanns Kveiks, og kvikmyndagerðarkonunnar Katrínar Ólafsdóttur, um Hauk Hilmarsson, sem tekin var í Rojava.

Ritstjóri Kveiks, Þóra Arnórsdóttir, og að sjálfsögðu fjöldi annarra, kom að þessu verki og eiga þakkir skilið.

Minningu Hauks Hilmarssonar, unga baráttumannsins, sem fylgdi hugsjónum sínum eftir inn á sjálfan vígvöllinn í Kúrdahéruðum Sýrlands, þar sem háð er varnarbarátta fyrir mannréttindi, var haldið á lofti með umfjölluninni í kvöld.

Þar er án efa margt enn ósagt.