ÞAKKIR TIL KVEIKS

Haukur Hilmarsson.PNG

Það er þakkarvert framtak af hálfu Sjónvarpsins að sýna okkur heimildarmynd Arnars Þórs Þórissonar, dagskrárgerðarmanns Kveiks, og kvikmyndagerðarkonunnar Katrínar Ólafsdóttur, um Hauk Hilmarsson, sem tekin var í Rojava.

Ritstjóri Kveiks, Þóra Arnórsdóttir, og að sjálfsögðu fjöldi annarra, kom að þessu verki og eiga þakkir skilið.

Minningu Hauks Hilmarssonar, unga baráttumannsins, sem fylgdi hugsjónum sínum eftir inn á sjálfan vígvöllinn í Kúrdahéruðum Sýrlands, þar sem háð er varnarbarátta fyrir mannréttindi, var haldið á lofti með umfjölluninni í kvöld.

Þar er án efa margt enn ósagt.    

 

Fréttabréf