Fara í efni

VIÐ MUNUM HANA EBRU

Ebru Günay kom hingað til lands í júníbyrjun árið 2017 ásamt Havin Guenser og töluðu þær á opnum fundi í Iðnó í fundaröðinni, Til róttækrar skoðunar.

Fundarefnið var hlutskipti Kúrda, einkum í Tyrklandi og norðanverðu Sýrlandi og svo einnig hugmyndafræði Abdullah Öcalans. Havin ere inn helsti þýðandi rita Öcalans, hins óskoraða leiðtoga Kúrda, sem setið hefur í fangelsi á Imrali-eyju í tuttugu ár. Á hugmyndafræði hans byggja Kúrdar lýðræðisfyrirkomulag í sveitarfélögum þar sem þeir hafa komist til áhrifa og í Rojava, Kúrdabygguðm Norður-Sýrlands, með áherlsu á aðkomu mismunandi þjóðfélagshópa og jafnrétti kynjanna.

Ebru Günay er þingkona fyrir HDP flokk Kúrda og hefur hún fengið kynnast tyrkneskum fangelsum af eigin raun.

Í gær hitti ég hana í Diyarbakir og var hún þá nýkomin frá Nusaybin, á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Þar tók hún þátt í því ásamt öðrum þingmönnum úr héraðainu að vekja athygli á því að Leyla Güven væri nú við dauðans dyr á 99. degi í svelti til að krefjast þess að tyrkneksa ríkið færi að eigin lögum og ryfi einangrun Öcalns og opnaði þar með á friðarviðræður.

Mótmæli af þessu tagi færast nú í vöxt víða um Tyrkland en tyrkneska herlögreglann hefur þann hátt á að einangra þingmenn frá öðrum mótmælendum, væntanlega til að minna á að þeir standi utan laga og réttar, utan samfélagsin.

Myndirnar af Ebru Günay eru táknrænar um einangrunarstefnuna en jafnframt hugrekki og baráttuvilja Kúrda.

  https://www.ogmundur.is/is/greinar/upplysandi-og-gefandi-fundur

Sjáið hvernig farið er að því að ögra fólki. Þetta eru þingmenn Kúrda með kröfu um að landslögin verði virt:

https://www.youtube.com/watch?v=T5tXd-WUapE&feature=youtu.be
Ebru-gunay-surrounded-mardin.PNG