Fara í efni

RÆTT UM DÓM MANNRÉTTINDADÓMSTÓLSINS Í SILFRINU

Í dag tók ég þátt í umræðu í Silfri Egils á RÚV ásamt þeim Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, alþingismönnum.
Umræðuefnið var fyrst og fremst dómur Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem sitt sýndist hverjum.
Sjálfum finnst mér dómsniðurstaða meirhluta dómsins því furðulegri þeim mun meira sem ég les hann. Þegar málinu verður skotið til æðra dómsstigs, sem ég trúi ekki öðru en gert verði, þá yrði fróðlegt að sjá hvort þau sjónarmið sem fram komu í minnihlutaáliti dómsins verði ofan á. Þau sjónarmið þóttu mér rökrétt.  
Þá var rætt um kjaramál í þættunum og það sjálfskaparvíti sem hálauna-Ísland hefur skapað sér og þar með okkur öllum. Það eru mín orð en ekki annarra.

Þátturinn er hér: http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/silfrid/25791?ep=89m6aa