Fara í efni

SAFNAHÚSIÐ LAUGARDAG KL. 12: HVAÐ FELST Í ORKUPAKKA 3?

Boðið er til opins hádegisfundar laugardaginn 6. apríl í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Spurt er hvort við séum að missa yfirráð yfir orkunni okkar og hvort 3. orkupakkinn sé enn ein varðan á þeirri vegferð.
Frummælendur hafa rýnt í þessar spurningar frá mismunandi sjónarhólum en eiga það sameiginlegt að búa yfir þekkingu á málefninu. Þeir eru:
Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, fyrrverandi rafmagnsstjóri ISAL
Birgir Örn Steingrímsson, hag- og fjármálafræðingur
Elías B. Elíasson, verkfræðingur
Erlendur Borgþórsson, framkvæmdastjóri
Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur
Ingibjörg Sverrisdóttir, ferðaráðgjafi
Fundurinn hefst klukkan 12.
Fundurinn er opinn og eru allir velkomnir
https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-ogurstundu-i-orkumalum
https://viljinn.is/frettaveita/akall-ogmundar-aetlunin-ad-svaefa-folk-thar-til-allt-er-um-gard-gengid/?fbclid=IwAR0jRW_yIXT1YMGWLapjGF5C86ruk2jKdZ7l04Du3HKccdgD7-xKwrZc-po