Greinar Júlí 2019

Eins og ég vék að á heimasíðu minni í gær stóð til að sækja tónleika þeirra Hlínar Pétursdóttur Behrens, söngkonu, og Ögmundar Þórs Jóhannessonar, gítarleikara, í Hóladómkirkju í gær. Það gekk eftir og gott betur því einnig var sótt messa hjá vígslubiskupi, Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, og inn á milli var boðið upp á messukaffi af bestu gerð. Allt var í þetta í boði Hóladómkirkju og Guðbrandsstofnunar og í gæðaflokki eftir því. Tónleikarnir voru að mörgu leyti sérstakir og verða eftirminnilegir, lagavalið, fjölbreytt og skemmtilegt, söngurinn afbragðsgóður og gítarleikurinn að sama skapi. Næstu tónleikar þeirra Hlínar og Ögmundar Þórs verða í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði, 7. ágúst, klukkan 20:30 og í ...
Lesa meira

Ekki er það beinlínis hin hefðbundna Hólahátíð sem dregur mig í dag Heim að Hólum eins og þar stendur. Viðburðir dagsins á Hólum í dag munu þó án efa rísa undir hátíðarheitinu. Að lokinn messu klukkan tvö og messukaffi verður klukkan 16 efnt til tónleika þar sem fram koma þau Hlín Pétursdóttir Behrens, söngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson, klassískur gítarleikari ...
Lesa meira

Herinn sem hvarf af landi brott árið 2006 er að snúa til baka. Og ef hann snýr til baka – og ég endurtek ef af verður, ef ekki verður gripið í taumana - þá verður það í boði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst. Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur. Þá er VG eftir. En hvað heyrum við þaðan? ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.07.19.
Í nóvember árið 2011 flutti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þáverandi alþingismaður, eftirfarandi þingsályktunartillögu á Alþingi og fylgdi ítarleg og vönduð greinargerð:
“Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta endurskoða lög og reglugerðir er varða uppkaup á bújörðum og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum. Markmið með endurskoðuninni verði m.a. ...
Lesa meira

Mig langar til að þakka öllum þeim sem sendu mér kveðju í tilefni afmælis míns í dag - friends abroad thank you for your greetings. Ég óttast að ég muni ekki komast yfir að þakka hverju og einu ykkar sem sendu mér kveðju þótt ég gjarnan vildi. Þess vegna þessi þakkarkveðja til ykkar allra. Deginum höfum við varið með fjölskyldunni í bústað okkar undir Mosfelli, austast í Grímsnesi. Ég fékk dýrindis afmælisgjöf frá barnabörnum og frændsystkinum ...
Lesa meira

Mér er minnisstætt samtal við konu frá Filippseyjum sem ég átti fyrir ekki svo ýkja löngu. Hún starfar fyrir alþjóðaverkalýðshreyfinguna í Genf og er barátta fyrir mannréttindum einkennandi fyrir þankagang hennar. Nema þá helst hvað varðar hennar ættjörð. Við spjölluðum margt: “Hvers vegna kjósa Filippseyingar annan eins drullusokk og ofbeldismann sem forseta lands síns?”, spurði ég. Þögn.Svo svar: “Það hlýtur að vera einhver ástæða.” ...
Lesa meira

Í vikunni hef ég verið á ferð á svæðinu við Bodensee í Baden-Württemberg í Suður-Þýskalandi. Þetta er mjög skemmtilegt svæði, merki um rótgróna menningu Mið-Evrópu hvarvetna að sjá – og landið yndislegt, tindar Alpanna víða sýnilegir, akrar, skóglendi, hæðótt land og slétt ber fyrir augu þegar ekið er um glettilega mjóa sveitavegina. Þegar umferðin var mikil hægði á henni þannig að bílalestirnar siluðust áfram. Svo rættist úr og hraðinn varð skaplegur. Svipað og á íslenskum vegum, hægagangur á almestu annatímum en síðan greiðfært. Ég ákvað að segja engum frá þeim Jóni Gunnarssyni fyrrum samgönguráðherra og Sigurði Inga núverandi samgönguráðherra sem eiga lausn ...
Lesa meira

Reichenau er eyja sem gengur út í Bodensee vatnið, ekki langt frá borginni Konstanz sem er við landamæri Þýskalands og Sviss. Reichenau er kölluð eyja þótt hún sé landföst við meginlandið. Aðeins örgrannt eiði tengir eyju og land. Þarna er að finna þrjár ævagamlar kirkjur og þeim tengd voru klaustur einnig á fyrri tíð. Elsta kirkjan er frá áttundu öld en hinar tvær voru einnig byggðar mjög skömmu síðar og er þá að vísu hugsað í öldum. Mjög fróðlegt var að ...
Lesa meira


Það er margt að sjá við Bodensee vatnið í Þýskalandi. Þar er borgin Konstanz sem að hluta til er í Þýskalandi og hluta til í Sviss. Ekki langt frá er smábærinn Bodman. Þar býr listamaðurinn Peter Lenk sem sameinað hefur í ótrúlega magnað listform höggmyndagerð og ádeiluskopmyndir ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 06/07.07.19.
...En hvað skyldi hinu glaðbeitta unga baráttufólki hafa fundist um nýafstaðna heræfingu NATÓ hér á landi og um tilgangslaust loftrýmiseftirlit yfir Íslandi sem fyrst og fremst er sú leikfimisæfing hernaðarbandalags að hnykla vöðvana – um leið og það stígur mengunarsporið dýpra á einum degi en allir bændur Íslands hafa gert samanlagt í þúsund ár, en sem kunnugt er segja stjórnvöldin bændur bera meiri ábyrgð á hlýnun jarðar en aðrir menn hér á landi ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum