ÞAKKIR TIL FRÉTTABLAÐSINS. EÐA KANNSKI EKKI!


Fréttablaðið.PNG
Radcliffe.PNG

Ríkasti maður Bretlands var að kaupa enn eina jörð á Norðausturlandi. Þær skipta nú tugum – á milli 40 og 50.

Fréttablaðið slær kaupunum upp á forsíðu með mikilli velþóknun: “Radcliffe segir nátturuvernd í forgangi.” Undir þessari stórfrétt er auglýsing um Útsölu. Rímar vel.

Forsíðufrétt Fréttablaðsins og framhald inni í blaðinu er síðan lítið annað en fréttatilkynning frá auðkýfingnum þar sem vitnað er í hann í þriðju persónu,  „árangur af endurbótum og fyrri fjárfestingum Jims Ratcliffe í Selá er þegar sýnilegur, en þar hefur veiði nú aukist frá ári til árs. Þetta eru jákvæð teikn um að verndaráætlun hans þoki hlutum í rétta átt, og gefi náttúrunni færi á að dafna,“ segir í yfirlýsingu hans. Þá kveðst Ratcliffe vilja leggjast á árar til að viðhalda laxastofnunum á Norðausturlandi og …”

Inni í blaðinu er fréttatilkynnig auðkýfingsins tíunduð enn nákvæmar með hláturmildri fjölskyldu-myndskreytingu.

Áður hefur komið fram að Radcliffe þessi er þegar búinn að selja virkjunarrétt í eignarlandi sínu á Norðausturlandi. Ekki þykir það fréttnæmt í frásögn um “nátturuna í forgangi.”  

Radcliffe er án efa Fréttablaðinu þakklátur fyrir að birta fréttatilkynningu sína í viðhafnarstíl. En eru lesendur blaðsins sama sinnis?

Ég leyfi mér að efast um að upp til hópa séu þeir það.

Ég held að almennt séu þeir ekki þakklátir fyrir skrif gegn almannarétti en í þágu auðkýfinga.

En á útsölu er Ísland.

Það staðfesti Fréttablaðið í dag.  

Fréttabréf