Greinar September 2019

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28/29.09.19.
... Við hin sem lítum á raforku og raforkukerfi sem hluta af innviðum samfélagsins og aðgang að ódýrri raforku sem sjálfsagða þjónustu þar sem ekki eigi að hleypa bröskurum að sem milliliðum, fylgdumst forviða með þingmönnum, sem gefa sig út fyrir að vera félagslega þenkjandi fyrir kosningar, hlaupa undan merkjum ...
Lesa meira
Í tilefni þess að réttur aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að Evrópuráðið setti á laggirnar nefnd til að takast á við skort á umburðarlyndi og kynþáttamisrétti, European Commission on Racism and Intolerance, ECRI, var í vikunni efnt til sérstakrar ráðstefnu þar sem spurt var hvert stefndi í þessum efnum og hvort orðið hefðu framfarir á undanförnum tuttugu og fimm árum eða þvert á móti afturför, og í samhengi við það hvernig til hefði tekist í starfi ECRI. Þarna voru saman komnir ...
Lesa meira

Í Fréttablaðinu í dag biritst í dag grein eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um réttarhöld tengdum mannréttindabaráttu Kúrda. Í umsögn um gein Þorbjargar sagði ég þetta:“Mig langar til að þakka kærlega fyrir þessa upplýsandi og prýðilegu grein! Nú verður athyglisvert að sjá hver niðurstaða dómsins verður. Eins og vænta mátti héldur tyrkneska málsvörnin því fram að ekki hafi öll úrræði verið reynd til þrautar innanlands áður en farið var með málið til Strassborgar. Þetta hafa íhaldssamar raddir alla tíð sagt og horfa þá framhjá því að ENGAR trúverðurgar réttarfarsleiðir eru ...
Lesa meira

Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gerðist OECD helsta hreiður áróðursmeistara markaðsvæðingar samfélaganna. Varð einskonar hugmyndasmiðja eða verkstæði. Á íslensku hefur OECD hlotið heitið Efnahags- og framfarastofnunin. Framfarahluti þessarar nafngiftar hefur alltaf orkað tvímælis í mínum huga. Fulltrúum þessarar stofnunar hefur jafnan verið tekið hér á landi sem boðberum mikillar þekkingar og visku þegar þeir hafa lagt leið sína hingað. Fáir virðast muna að ...
Lesa meira

Fram er komið að vatnasvið Jökulsár á Fjöllum á Norðausturlandi verður friðað fyrir orkuvinnslu. Nánar tiltekið verður vatnasvið árinnar og áin sjálf suður af Ásbyrgi friðlýst. Landeigendur á svæðinu hafa hótað að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir að skerða möguleika þeirra til orkuvinnslu í hagnaðarskyni. Í blaðaskrifum og viðtölum fara landeigendur hörðum orðum um “gerendur” þessarar friðlýsingar. Lesendur eru upplýstir um að höfuðgerandinn sé að sjálfsögðu umhverfisráðherrann, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Um hann er farið hörðum orðum. Ég ætla hins vegar að ...
Lesa meira

Helsta viðfangsefni stofnanaveldisins í Evrópu er hvernig megi koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu nái fram að ganga.
Með stofnanaveldinu er átt við ríkisvald, fjölmiðlaveldið, háskólasamfélagið, “aðila vinnumarkaðar”, að ógleymdum “álitsgjöfum”(allt með sínum undantekningum), sem tilbúnir eru að stilla sér upp gagnvart meirihlutanum, afgreiða hann sem jaðarhóp, pópúlista og allt þaðan af verra.
En okkur fjölgar sem spyrjum...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 14/15.09.19.
... Nú geri ég mér grein fyrir því að stundum hafa þeir hlutir hent sem hugsanlega hefði verið hægt að fyrirbyggja með lokunum og eftirliti. En það eru undantekningarnar og þær eiga ekki að stjórna því hvort opnu samfélagi verði lokað og því nánast læst. Þetta voru skilaboðin í Kaupmannahöfn undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Í mínum huga eiga þau enn erindi. Og svo er það hitt að fyrr má nú rota en dauðrota. Spurningin er þá hvort ekki sé einmitt dauðrotað með fyrirliggjandi ...
Lesa meira

Á þessari mynd má sjá Björgvin Magnússon horfa út um glugga á skátaskálanum - Gilwellskálanum - á Úlfljótsvatni. Björgvin var um árabil mótandi í starfi á Úlfljótsvatni og saga hans og staðarins samofin. Björgvin er 96 ára, í fullu fjöri, skrifar skrautskrift, ekur bíl og jafn ákafur um framgang lífsins og nokkur ungur maður. Svo er hann pabbi hennar Eddu, okkar ástsælu leikkonu.
Fjölskylda Jónasar B. Jónssonar - mín fjölskylda – vildi heiðra Björgvin á 95 ára afmæli hans í fyrra með því að ...
Lesa meira

Forseti Alþingis skýrði frá því úr forsetastóli við þingsetningu í dag að ákveðið hefði verið að banna andsvör við ræðum þingmanna við ræðum þingmanns úr eigin flokki.
Hefur þetta verið hugsað til enda?
Ég leyfi mér að spyrja hvort þingmenn séu ekki þegar allt kemur til alls á eigin vegum fremur en vegum eigin flokks. Þannig geta þingmenn sagt sig úr flokkum og eru auk þess frjálsir að ganga gegn samflokksmönnum sínum. Það hefur oft gerst en oftast verið umdeilt. Annars vegar hefur þá verið ...
Lesa meira

Heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, var um sumt snautlegri en efni stóðu til. Staðreyndin er náttúrlega sú að tilefni var fyrir íslensk stjórnvöld til að fagna þessum trausta bandamanni Íslands í NATÓ sem á táknrænan hátt staðfestir með heimsókn sinni samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að auka möguleika á hernaðarumsvifum NATÓ og Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta er hinn napri veruleiki, annað eru umbúðir ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum