Greinar September 2019

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28/29.09.19.
... Við hin sem lítum á raforku og raforkukerfi sem hluta af innviðum samfélagsins og aðgang að ódýrri raforku sem sjálfsagða þjónustu þar sem ekki eigi að hleypa bröskurum að sem milliliðum, fylgdumst forviða með þingmönnum, sem gefa sig út fyrir að vera félagslega þenkjandi fyrir kosningar, hlaupa undan merkjum ...
Lesa meira
Í tilefni þess að réttur aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að Evrópuráðið setti á laggirnar nefnd til að takast á við skort á umburðarlyndi og kynþáttamisrétti, European Commission on Racism and Intolerance, ECRI, var í vikunni efnt til sérstakrar ráðstefnu þar sem spurt var hvert stefndi í þessum efnum og hvort orðið hefðu framfarir á undanförnum tuttugu og fimm árum eða þvert á móti afturför, og í samhengi við það hvernig til hefði tekist í starfi ECRI. Þarna voru saman komnir ...
Lesa meira

Í Fréttablaðinu í dag biritst í dag grein eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um réttarhöld tengdum mannréttindabaráttu Kúrda. Í umsögn um gein Þorbjargar sagði ég þetta:“Mig langar til að þakka kærlega fyrir þessa upplýsandi og prýðilegu grein! Nú verður athyglisvert að sjá hver niðurstaða dómsins verður. Eins og vænta mátti héldur tyrkneska málsvörnin því fram að ekki hafi öll úrræði verið reynd til þrautar innanlands áður en farið var með málið til Strassborgar. Þetta hafa íhaldssamar raddir alla tíð sagt og horfa þá framhjá því að ENGAR trúverðurgar réttarfarsleiðir eru ...
Lesa meira

Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gerðist OECD helsta hreiður áróðursmeistara markaðsvæðingar samfélaganna. Varð einskonar hugmyndasmiðja eða verkstæði. Á íslensku hefur OECD hlotið heitið Efnahags- og framfarastofnunin. Framfarahluti þessarar nafngiftar hefur alltaf orkað tvímælis í mínum huga. Fulltrúum þessarar stofnunar hefur jafnan verið tekið hér á landi sem boðberum mikillar þekkingar og visku þegar þeir hafa lagt leið sína hingað. Fáir virðast muna að ...
Lesa meira

Fram er komið að vatnasvið Jökulsár á Fjöllum á Norðausturlandi verður friðað fyrir orkuvinnslu. Nánar tiltekið verður vatnasvið árinnar og áin sjálf suður af Ásbyrgi friðlýst. Landeigendur á svæðinu hafa hótað að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir að skerða möguleika þeirra til orkuvinnslu í hagnaðarskyni. Í blaðaskrifum og viðtölum fara landeigendur hörðum orðum um “gerendur” þessarar friðlýsingar. Lesendur eru upplýstir um að höfuðgerandinn sé að sjálfsögðu umhverfisráðherrann, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Um hann er farið hörðum orðum. Ég ætla hins vegar að ...
Lesa meira

Helsta viðfangsefni stofnanaveldisins í Evrópu er hvernig megi koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu nái fram að ganga.
Með stofnanaveldinu er átt við ríkisvald, fjölmiðlaveldið, háskólasamfélagið, “aðila vinnumarkaðar”, að ógleymdum “álitsgjöfum”(allt með sínum undantekningum), sem tilbúnir eru að stilla sér upp gagnvart meirihlutanum, afgreiða hann sem jaðarhóp, pópúlista og allt þaðan af verra.
En okkur fjölgar sem spyrjum...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 14/15.09.19.
... Nú geri ég mér grein fyrir því að stundum hafa þeir hlutir hent sem hugsanlega hefði verið hægt að fyrirbyggja með lokunum og eftirliti. En það eru undantekningarnar og þær eiga ekki að stjórna því hvort opnu samfélagi verði lokað og því nánast læst. Þetta voru skilaboðin í Kaupmannahöfn undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Í mínum huga eiga þau enn erindi. Og svo er það hitt að fyrr má nú rota en dauðrota. Spurningin er þá hvort ekki sé einmitt dauðrotað með fyrirliggjandi ...
Lesa meira

Á þessari mynd má sjá Björgvin Magnússon horfa út um glugga á skátaskálanum - Gilwellskálanum - á Úlfljótsvatni. Björgvin var um árabil mótandi í starfi á Úlfljótsvatni og saga hans og staðarins samofin. Björgvin er 96 ára, í fullu fjöri, skrifar skrautskrift, ekur bíl og jafn ákafur um framgang lífsins og nokkur ungur maður. Svo er hann pabbi hennar Eddu, okkar ástsælu leikkonu.
Fjölskylda Jónasar B. Jónssonar - mín fjölskylda – vildi heiðra Björgvin á 95 ára afmæli hans í fyrra með því að ...
Lesa meira

Forseti Alþingis skýrði frá því úr forsetastóli við þingsetningu í dag að ákveðið hefði verið að banna andsvör við ræðum þingmanna við ræðum þingmanns úr eigin flokki.
Hefur þetta verið hugsað til enda?
Ég leyfi mér að spyrja hvort þingmenn séu ekki þegar allt kemur til alls á eigin vegum fremur en vegum eigin flokks. Þannig geta þingmenn sagt sig úr flokkum og eru auk þess frjálsir að ganga gegn samflokksmönnum sínum. Það hefur oft gerst en oftast verið umdeilt. Annars vegar hefur þá verið ...
Lesa meira

Heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, var um sumt snautlegri en efni stóðu til. Staðreyndin er náttúrlega sú að tilefni var fyrir íslensk stjórnvöld til að fagna þessum trausta bandamanni Íslands í NATÓ sem á táknrænan hátt staðfestir með heimsókn sinni samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að auka möguleika á hernaðarumsvifum NATÓ og Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta er hinn napri veruleiki, annað eru umbúðir ...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum