KLÚBBURINN GEYSIR 20 ÁRA

Klúbburinn Geysir.PNG

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar upplýsandi grein, sem birtist á vefritinu Kjarnanum í dag um Klúbbinn Geysi sem í dag fagnar tuttugu ára afmæli sínu.

Ég hef setið í stjórn Klúbbisns Geysis frá upphafi og flutti ég af þessu tilefni ávarp í afmælishófinu ásamt Styrmi Gunnarssyni sem einnig var með í upphafi og hefur auk þess alltaf verið nálægur þegar á hefur þurft að halda. Hver veit nema ég birti ávarp mitt hér á síðunni þegar þar að kemur en á þessu stigi vísa ég í fyrrnefnda grein Melkorku Mjallar:

https://kjarninn.is/skodun/2019-09-06-algjort-frumkvodlastarf-i-malefnum-folks-med-gedraskanir-fagnar-20-arum-islandi/?fbclid=IwAR0IC4YA6R2fpf6SxuMC49vK7wzpGOkuI8CR858cUA2ZzRtS8XucThv7b90

Afmælishátíðin tókst afbragðsvel undir stjórn Stefáns Stefánssonar sem talaði og söng svo vel að minnti á langafa hans, sem var enginn annar en sjálfur Stefán Íslandí. Ekki kot vísað á þeim bænum.

Ég mæli með lestri greinar Melkorku Mjallar um hið tvítuga afmælisbarn.   

Fréttabréf