Greinar Október 2019

... John Pilger telur réttarhöldin yfir Julian Assange vera söguleg, kunni að verða afdrifaríkari en Dreyfusmálið í Frakklandi fyrir rúmri öld, sem stundum er vitnað til í þessu samhengi, því þarna sé tekist á um frjálsa fréttamennsku til frambúðar. Pilger segir að það sem hann sá fyrir rétti í London í máli Assange hafi minnt sig á Suður-Afríku á tímum apartheidstefnunnar og Sovétríkn á Stalínstímanum : “It reminded me of a newsreel of a show trial ...
Lesa meira

Hér má nálgast viðtal sem Stefania Maurizi, rannsóknarblaðamaður við ítalska blaðið La Repubblica, átti við Fidel Narvarez, fyrrum starfsmann utanríkisþjónustu Ekvador, ríkisins sem veitti Julian Assange hæli í sendiraði sínu í London árið 2012.
Á myndinni með viðtalinu, sem nú hefur birst í vefritinu Jocobin, má sjá Fidel Narvaez ásamt Kristni Hrafnssyni, aðalaritsjóra Wikileaks, á fréttamannafundi í London í apríl síðastliðnum, rétt eftir að Julian Assange var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London og undirbúningur hafinn að ...
Lesa meira

Í Mannlífi sem kom inn um bréfalúguna fyrir helgina var forsíðuviðtalið við Harald Þorleifsson sem greinilega er um margt óvenjulegur maður ...
Af þessum sigurvegara í lífinu má margt gott læra og á Mannlíf þökk skilið fyrir þetta viðtal ...
Lesa meira

... Þegar er “markaðurinn” að taka við sér. Samtök iðnaðarains hafa hvatt til þess að hraða því að Landsvirkjun verði bútuð niður í anda þessarar samkeppnisstefnu og framsýnir fjárgróðamenn leita nú allra ráða til að þræða upp virkjunarkosti, stóra og smáa. Þannig var nú um helgina auglýst eftir jörðum sem bjóða upp á smávirkjanir. Fjárfestar, erlendir og innlendir hafa þegar hafið umtalsverð kaup a slíkum jörðum. Margt hefur verið gert til að reyna að vekja stjórnvöld til ábyrgðar og að standa vörð um almannahag. Hvert árið er hins vegar látið líða en okkur sagt að ...
Lesa meira

... Og ríkisstjórn Íslands sem fyrr á þessu ári aðstoðaði bandarísk yfirvöld við “rannsókn” á þessu máli í anda McCarthyismans sagði að orð væri ekki á því gerandi, um væri að ræða lögreglurannsókn sem stjórnmálin ættu ekki að skipta sér af!!! Þetta er fráleit útlegging. Ofsóknirnar á hendur Juian Assange eru eingöngu pólitískar og þau sem ljá þeim stuðning eru samsek.
Ég mælist til þess að allir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands og þingmenn á Alþingi lesi eftirfarandi pistil eftir Craig Murray, fyrrum sendiherra í utanríkisþjónustu Breta, um “réttarhöldin” yfir Julian Assange ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/27.10.19.
Nýlega átti ég samtal við mikils metinn lögspeking. Sá er vel að sér í fræðunum og þekkir einnig refilstigu þjóðfélagskerfa og þankagang sem þar er í tísku hverju sinni. Til tals kom úrskurður Mannréttindadómstólsins í Strassborg á dögunum um skipan dómara í Landsrétt sem íslensk stjórnvöld hafa nú áfrýjað. Viðmælandi minn sagðist handviss um að niðurstaðan yrði óbreytt ... Þú verður að skilja, sagði hann, að málið snýst ekki um hvað stendur nákvæmlega í ...
Lesa meira

... Við munum hafa skuldbundið okkur til að vera ábyrg fyrir einum 25 tegundum fugla þar sem Ísland sjái þeim fyrir varpstöðvum að uppistöðu til. Slíkt ábyrgðarhlutverk myndist ef um fimmtungur Evrópustofns viðkomandi tegundar heldur til hér á landi. Aðallega eru þetta sjófuglar en einnig mófuglar. Í umfjöllun á mbl. er vísað í orð Ólafs Níelsen, líffræðings um þetta efni. Þar segir m.a.:...
Lesa meira

Hinn 14. apríl í fyrra gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland - undir merkjum NATÓ - eldflaugaárás á Sýrland til að hefna meintrar efnavopnaárásar Sýrlandsstjórnar á eigin þegna viku áður. Fljótlega kom á daginn að málatilbúnaður NATÓ byggði á uppspuna.
Enn er verið að rannsaka málið en nú bregður svo við að vitni sem leidd voru fram í vestrænum fjölmiðlum á sínum tíma, mállaus og óafvitandi um aðstæður, eru ekki tekin lengur alvarlega hjá sömu fjölmiðlum þegar þau hafa fengið málið og séð hvernig þau voru misnotuð til að spinna upp lygavef ...
Lesa meira

... Kristján Þór sagði þær vera yfir þúsund reglugerðirnar sem nú færu á haugana og gott ef þær höfðu ekki verið viktaðar, væntanlega upp á seinni tíma samanburð. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt okkur frá sinni pólitísku sýn, að hlutverk sitt væri að “passa að að ríkið sé ekki fyrir.” Enda væru umsvif hins opinbera “kæfandi” og “skila engu.” Við sem héldum að stjórnmálamenn væru kosnir til að hafa uppbyggjandi áhrif ...
Lesa meira

Stjórnmálamenn gagnrýna stjórnendur Landspítalans fyrir að halda sig ekki innan fjárlaga. Ekki er annað að heyra en að þeim finnist reiði sín vera réttlát. Meira að segja svo mjög að þeim sé óhætt að setja svoldinn hneykslunartón í orð sín. Muna greinilega ekki að sjálfir hafa þeir hækkað fjárframlög til eigin starfsliðs um mörg hundruð milljónir. Þá voru allir þingmenn sammála. Enginn hallarekstur á Alþingi. Fjölmiðlafólk tekur við boltanum frá þingmönnum og ...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum