Fara í efni

EKIÐ EFTIR MIKLUBRAUTINNI FRÁ AMSTERDAM TIL LÚBEMBORGAR TIL AÐ FINNA FRIÐINN


Ég er kominn til Lúxemborgar þeirra erinda að sækja ráðstefnu um réttlátan frið í Palestínu. 

Paix Juste – Rettlátur friður - heita nefnilega samtökin, sem ásamt ýmsum öðrum grasrótarsmtökum, standa að fundi í dag (laugardag) um Palestínu og framtíðarhorfur þar.

Á meðal þeirra sem tala á ráðstefnunni er Gideon Levy, margverðlaunaður dálkahöfundur hjá ísraelska fréttablaðinu Haaretz. Á dagskránni eru einnig Palestínumenn sem þekkja gerla til stöðu mannréttindamála og stjórnmála á Gaza svæðinu, Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem. Pökkuð dagskrá með úrvalsræðufólki.

Og til að hlýða á þetta fólk flaug ég ásamt konu minni til Amsterdam snemma í gærmorgun. Þar tókum við bílaleigubíl og hugðumst bruna til Lúxemboegar.

Og er þá komið að því að skýra fyrirsögnina. Í Reykjavík þekkjum við nokkuð orðið til umferðarhnúta og umræðu um leiðir til að efla almennningssamgöngur. Við sem iðulega silumst eftir Miklubrautinni á álagstímum höfum látið okkur dreyma um greiðfærarari samgöngur. Þær hélt ég að væri að finna á evrópskum vegum því ekki er lestarkerfið eins fljótvirkt og ég hafði haldið.

Ég taldi fimm akreinar hluta leiðarinnar frá Amsterdam til Lúxemborgar, annars þrjár. Steinsnar að sjá á korti og í kílómetrum talið. En viti menn, drjúgan hluta leiðarinnar var ekið á hraða Miklubrautar á álagstímum!

Það er víðar en á Íslandi sem Borgarlínan er ókomin.