ÍSLAND FORDÆMIR ÁRÁSARSTRÍÐ TYRKJA

Annotation 2019-10-10 202352.png

Í viðræðum sem ég átti í dag við fulltrúa Kúrda í Strassborg þótti mér gott að geta sagt að íslensk stjórnvöld hefðu þegar mótmælt árásarstríði Tyrkja á hendur Kúrdum í Rojava í Norður-Sýrlandi.

Því miður er ekkert hægt að gefa sér þegar “góður” félagi í NATÓ eins og Tyrkland  á í hlut enda hafa viðbrögð hernarbandalagsins verið lítil ef þá nokkur í ljósi þess að verið er að beita vopnum aðildarríkis þess til svívirðilegra mannréttindabrota. Yfirlýsingar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra Íslands, voru engu að síður afdráttarlausar og fyrir það er þakkað.

Nú ber að fylgja þessu eftir. Ofbeldið verður að stöðva. Ríkisstjórnin hlýtur að ræða þann kost að slíta stjórnmálasambandi við Tyrkland.

Tyrkir gerðust sekir um hrikalega glæpi í Afrin, litlu vestar í Sýrlandi, eftir innrás þeirra þar í upphafi árs 2018 og fyrirsjáanlegt er að sama muni gerast í Rojava ef þeir verða ekki stöðvaðir.

Sjá yfirlýsingu utanríkisráðherra:  

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/10/Island-gagnrynir-adgerdir-Tyrklandshers-i-Syrlandi/

 

Fréttabréf