McCARTHYISMI Á NÝ - NÚ MEÐ AÐSTOÐ FRÁ ÍSLANDI!

julian assange.png

Pólitískar ofsóknir gegn vinstri mönnum í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar kenndar við McCarthy öldungardeildarþingmann eru skilgreindar á þennan veg hjá Wikipedia:

McCarthyism is the practice of making accusations of subversion or treason without proper regard for evidence. The term refers to U.S. senator Joseph McCarthy and has its origins in the period in the United States known as the Second Red Scare, lasting from the late 1940s through the 1950s”.

Með öðrum orðum ásakanir um landráð án sannana.

Út á þetta ganga kröfur Bandaríkjastjórnar um framsal Julian Assange. Honum er gefið að sök að hafa stundað njósnir og á yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm fyrir bragðið verði hann framseldur til Bandaríkjanna. Aðalsökin er að hafa gert fjölmiðlum kleift að birta opinber stríðsskjöl úr hernaði Bandaríkjanna og bandalagsríkja í Írak og Afganistan og sýna myndir af stríðsglæpum.

Gjörðir Juian Assange og Wikileaks hafa ekkert með njósnir eða landráð að gera heldur fréttamennsku. Og það er hún, frjáls fréttamennska, sem á að stíga á.

Fjölmiðlarnir sem birtu af þessu fréttir, þar á meðal Guardian, New York Times og RÚV, þegja þunnu hljóði - svo gott sem - á meðan fréttaveitan sem afhenti þeim fréttir þeirra er ofsótt! Áhöld eru um það hvort Juian Assange muni lifa af þessar ofsóknir, að þessu sinni í bresku “réttarkerfi” þar sem ákvörðun verður tekin um framsal.

Og ríkisstjórn Íslands sem fyrr á þessu ári aðstoðaði bandarísk yfirvöld við “rannsókn” á þessu máli í anda McCarthyismans sagði að orð væri ekki á því gerandi, um væri að ræða lögreglurannsókn sem stjórnmálin ættu ekki að skipta sér af!!! Þetta er fráleit útlegging. Ofsóknirnar á hendur Juian Assange eru eingöngu pólitískar og þau sem ljá þeim stuðning eru samsek.  

Ég mælist til þess að allir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands og þingmenn á Alþingi lesi eftirfarandi pistil eftir Craig Murray, fyrrum sendiherra í utanríkisþjónustu Breta, um “réttarhöldin” yfir Julian Assange. Þeir eru enn til bresku diplómatarnir sem lífsmark er með. En ég leyfi mér að spyrja: Er allt steindautt hjá okkur, nema utan óþæginda-landhelginnar?  

https://dissidentvoice.org/2019/10/assange-in-court/

Viðtal í RT um sama mál eftir að ég sat fyrir svörum hjá International Press Association í London um Wikileaks og Julian Assange  https://www.youtube.com/watch?v=CmPQY7cXOIg

 

 

 

 

Fréttabréf