TYRKIR SAKAÐIR UM AÐ BEITA EFNAVOPNUM

tyrklandefnavopn.png

Sú alþjóðastofnun sem fer með eftirlit með notkun bannaðra efnavopna,The Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons (OPCW), rannsakar nú hvort tyrkneski innrásarherinn í Sýrlandi hafi beitt slíkum vopnum. Þykir margt benda til þess að svo hafi verið.

Enn er ekki séð fyrir endann á stríðsátökum þrátt fyrir meint vopnahlé. Í gær rufu Tyrkir það og felldu 15 manns.

Meint eiturefnaárás hefur ekki orðið tilefni til hefndarárásar af hálfu NATÓ, eins og gerð var á Sýrland á síðasta ári á forsendum sem síðar kom í ljós að voru falsaðar. Myndirnar sem nú berast frá Sýrlandi eru óhugnanlegar og verða þessi ofbeldisverk vonandi stöðvuð og rannsökuð rækilega.

Hálf dapurlegt þykir mér þegar menn láta það villa um fyrir sér að Bandaríkin hafi átt tímabundna samleið með Kúrdum í Norður-Sýrlandi og ætla jafnvel Kúrdum að ganga erinda þeirra. Þetta er eins fráleitt og hugsast má. Það þekki ég af kynnum við marga af innstu koppum í búri tyrkneskra og sýrlenskra Kúrda um all langt skeið. 

Þannig hafa Bandaríkjamenn og NATÓ látið það viðgangast án þess að lyfta litla fingri gagnvart Tyrklandsstjórn, að hún stundaði kerfisbundið þjóðarmorð og ofsóknir á hendur Kúrdum innan landamæra Tyrklands um langt árabil - og gerir enn. 

Leiðtoga tyrkneskra Kúrda, Abdullah Öcalan, hefur verið haldið í einangrunarfangelsi í tuttugu ár eða allar götur frá því að leyniþjónustur Tyrklands, Bandaríkjanna og Ísraels fangelsuðu hann í Naíróbí þegar hann var á leið til Suður-Afríku þar sem Nelson Mandela hugðist veita honum hæli.

Ég hvet lesendur til að skoða eftirfarandi slóðir þar sem segir frá síðustu atburðum í Sýrlandi og varnarbaráttu Kúrda.

https://anfenglishmobile.com/rojava-syria/footage-proves-turkish-use-of-chemical-weapons-in-northern-syria-38557

 https://anfenglishmobile.com/ 

 https://www.hawarnews.com/en/

 

Fréttabréf