Fara í efni

EINELTISDAGURINN ER Á FÖSTUDAG

Auðvitað ættu allir dagar að vera helgaðir einelti. En svo er ekki. Ein dagsetning hefur verið að vinna sér sess sem dagur einletis og er það 8. Nóvember, sem ber upp á föstudag að þessu sinni.

Af því tilefni ræddi Markús Þórhallsson, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu við þær Helgu Björk Magnúsdóttur Grétudóttur, tónlistarkennara og Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa og sálfræðing um aðgerðir gegn einelti og ofbeldi. Báðar hafa þær beitt sér fyrir aðgerðum til að stemma stigu við einelti í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu almennt.

Viðtalið má nálgast hér:

https://www.utvarpsaga.is/thaettir/?mgi_365=32922/hadegisvitali-6-november