Fara í efni

OPINN FUNDUR MEÐ FRED MAGDOFF Á LAUGARDAG

Ef við eigum að koma í veg fyrir tortímingu lífríkisins af mannavöldum þá verðum við að ráðast í grundvallar kerfisbreytingar á hagkerfinu. Við eigum ekkert val segir Fred Magdoff, sérfræðingur í plöntu- og jarðvegsfræðum við háskólann í Vermont í Bandaríkjunum.  Á opnum hádegisfundi í Safnahúsinu á laugardag færir hann rök fyrir þessari staðhæfingu. Allir eru velkomnir! 
Fundurinn fer fram á ensku.
Viðburður á fasbók: https://www.facebook.com/events/761599104285634/

skorinmynd2.JPG (1)