SPURNING SETT VIÐ KAPTÍTALISMANN!

fred.png

Fred Magdoff2.png

Frískandi að heyra mann tala um sósíalisma án þess að reyna að biðjast afsökunar á sjálfum sér og skoðunum sínum. Kapítalisminn er búinn að kafkeyra heiminn en fáir þora að rísa upp og tala gegn þessu fyrirkomualgi – þessu skipulagi á mannlegu samfélagi.

Fred Magdoff talaði fyrir fullu Þjóðmenningarhúsi í dag og dróg hvergi af sér. Eflaust voru ekki allir honum sammála en allt að því grunar mig! Þó ætla ég ekkert að fullyrða um það. Máli skiptir að ræða umhverfismálin í samhengi við efnahagskerfið.

Svo gætum við líka farið að ræða umhverfismálin í samhengi við hernað. Hvers vegna andæfa ekki umhverfissinnar aðild okkar að NATÓ? Nú er að hefjast eina ferðina enn “loftrýmisflug” NATÓ frá Keflavíkurflugvelli. Hvers vegna leyfir ríkisstjórn VG þetta? Er allt í plati?

Þess er skammt að bíða að fundirnn verði aðgengilegur á netinu.
fred3.png

   

Fréttabréf